Kirkjusandur 101, 105

Fjarlægð/Seld - Eignin var 63 daga á skrá

Verð 49,9
Stærð 96
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 519
Skráð 22.5.2019
Fjarlægt 24.7.2019
Byggingarár 1996
mbl.is

Miklaborg og Jórunn löggiltur fasteignasali kynna: Kirkjusand 3, glæsileg og björt íbúð í lyftuhúsi á fyrstu hæð; skráð 96;2 FM 2-3ja herbergja á þessum vinsæla stað örskammt frá strandlengjunni og Laugardalnum. Í íbúðinni er garðstofa sem er lokuð og upphituð með rennihurð út í garð. Samkvæmt eignaskiptasamningi er stór sérafnotaréttur íbúðar á lóð. Eigninni fylgir bílastæði í lokaðri bílgeymslu merkt nr 20 stærð 25,3 fm. Í sameign fylgir íbúð húsvarðar við Kirkjusand 1 sem er í sameign allra í Kirkjusandi 1-5. Mikið og góð sameign, líkamsræktarsalur, auka geymsla sem ekki er skráð í fermetrum, hól-/vagnageymslu. Samræmt heildar yfirbragð íbúðar. Sameign mjög snyrtileg. Nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn löggiltur fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is

Kirkjusandur 1-5 er fjórir matshlutar og stendur á leigulóð. Kirkjusandur 3 er steinsteypt fjölbýlishús, fimm hæðir, kjallari og hýsir 16. íbúðir. Bílakjallari er sameiginlegur með Kirkjusandi 1 og 5 og er innangengt úr kjallara hússins. Tveir sameiginlegir inngangar í lyftuhúsið.

Nánari lýsing á íbúð: Komið er inn í opna og rúmgóða forstofu með sérlega góðu skápaplássi.  Úr forstofu er hol sem leiðir þið í allar vistaverur íbúðar. Beint af augum er eldhús  með glugga og  góðu skápaplássi. Samliggjandi við borðstofuna er stofa, í opnu rými með eldhúsi. Úr borðstofu er gengið inn í garðskála með rennihurð út í garð. Garðskálinn er upphitaður og nýtist því sem viðbót við íbúðina. Úr garðstofu er útgengt út á grasflöt sem er með sérafnotarétt. 

Baðherbergið er flísalagt með innréttingu og sturtuklefa. Á baði er góð snyrtiaðstaða skápur undir handlaug og spegill fyrir ofan með ljósakappa. Möguleiki á að tengja þvottavél á baði sem smá tilfæringum. í íbúð er einnig geymsla sem er í holi.

Eigninni fylgir 6,6 fm geymsla í kjallara sem er inni í íbúðarfermetrum. Einnig  fylgir stæði í bílageymslu.

Gólfefni: á íbúðinni er ljóst parket nema á baði sem er flísalagt. 

Sameignin er mjög snyrtileg og vegleg aðkoma er að húsinu. Á lóð eru bekkir og púttvöllur.

Staðsetning: Mjög vel staðsett íbúð með sérafnotafleti miðsvæðis í Reykjavík þar sem bílastæð í lokuðum bílakjallara fylgir eigninni.

Nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn löggiltur fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% fyrstu kaup / 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir     lögaðila 2. Þinglýsingagjald af  kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar eru mismunandi eftir lánastofnunum frá kr 30 - 81 þúsund.          4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

 

 

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31