Pósthússtræti 3, 230

Fjarlægð/Seld - Eignin var 154 daga á skrá

Verð 87,5
Stærð 129
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 680
Skráð 7.9.2023
Fjarlægt 9.2.2024
Byggingarár 2006
mbl.is

Karl Jónsson hdl.  kynnir: Um er að ræða glæsilega íbúð í fallegu og vönduðu fjölbýlishúsi að Pósthússtræti 3, ásamt sérstæði í bílgeymslu. Íbúðin er á annarri hæð og er íbúðin mjög vel staðsett í húsinu. Það er mikið og fallegt útsýni úr íbúðinni. Stærð íbúðarinnar 120,7 fm. ásamt sérgeymslu á jarðhæð sem er 8 fm., þannig að heildarstærð er 128,7 fm. Útgengt er út á yfirbyggðar svalir úr stofu. Svalirnar eru lokaðar með vönduðum svalalokunarbúnaði, stærð svalanna er 13,3 fm. Gólfhiti er í íbúðinni. Með íbúðinni fylgir sérstæði í bílageymslu, einnig er rúmgóð sameiginleg geymsla/hjólageymsla á jarðhæð. Sameign er snyrtileg og vel við haldið. Fjölbýlishúsið er mjög vel staðsett við sjóinn og í fallegu umhverfi. Lóðin er stór og vel frágengin, næg bílastæði.

Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.

Íbúðin skiptist þannig:
Anddyri, hol, tvö svefnherbergi, rúmgott baðherbergi, þvottahús/geymsla, stórt opið eldhús, borðstofa, stofa, lokaðar svalir.   

Lýsing:
Komið er inn í rúmgott anddyri með parketi á gólfi og góðum vönduðum skápum. Frá anddyri er gengið inn í hol. Frá holinu er gengið inn í tvö rúmgóð svefnherbergi og í endanum er rúmgott baðherbergi með sturtu. Frá holi er gengið inn í rúmgott fallegt eldhús með eyju og fallegri innréttingu. Borðstofan er í opnu rými við eldhúsið og stofuna. Stofan er stór og rúmgóð. Frá stofu er gengið út á rúmgóðar svalir. Sameiginlegur bílakjallari, góð þrif aðstaða fyrir bíla er í bílageymslu, eitt bílastæði í bílgeymslu fylgir íbúðinni. Bílgeymslan er mjög rúmgóð, en engar súlur eru í bílgeymslunni, þannig að það er mjög auðvelt að athafna sig. Búið er að sitja upp hleðslustöð við bílastæðið.

Nánari lýsing:
Anddyri, parket á gólfi, stór vandaður fataskápur.
Þvottaherbergi/geymsla, flísar á gólfi, ný vönduð innrétting með skolvaski.
Hol, parket á gólfi.
Stofa og borðastofa, parket á gólfi, hurð úr stofu út á yfirbyggðar svalir með glæsilegu útsýni.
Svalir, yfirbyggðar 13,3 fm. svalir ( fm. ekki skráðir með í stærð eignar).
Eldhús, parket á gólfi, vönduð innrétting með eyju, granít borðplata á eyju. Stór tvöfaldur ísskápur og uppþvottavél fylgja íbúðinni.
Hjónaherbergi, parket á gólfi, stór vandaður fataskápur.
Svefnherbergi, parket á gólfi, vandaður fataskápur.
Baðherbergi, flísar á gólfi og veggjum, innrétting, sturta.
Geymsla, sérgeymsla á jarðhæð fylgir íbúðinni, geymslan er 8 fm. að stærð.
Bílastæði, sameiginlegur bílakjallari, góð þrif aðstaða fyrir bíla er í bílageymslu, eitt bílastæði í bílakjallara fylgir íbúðinni. Búið er að sitja upp hleðslustöð við bílastæðið.

Hér er um að ræða glæsilega íbúð í fallegu og vönduðu fjölbýlishúsi ásamt sérstæði í bílgeymslu. Íbúðin er á annarri hæð og er íbúðin mjög vel staðsett í húsinu, það er mikið og fallegt útsýni úr íbúðinni.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Karl Jónsson hdl. löggiltur fasteignasali í síma 896-2822 eða netfang: karl.jonsson@logmark.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38