Engihjalli 9, 200

Fjarlægð/Seld - Eignin var 9 daga á skrá

Verð 36,9
Stærð 78
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 472
Skráð 21.10.2020
Fjarlægt 30.10.2020
Byggingarár 1978
mbl.is

* Vinsamlega bókið skoðun hjá fasteignasala fyrir auglýst opið hús. Allir eru beðnir að mæta með andlitsgrímu.

RE/MAX Senter kynnir 3 herb. íbúð á 6. hæð að Engihjalla 9 í Reykjavík. Íbúðin var mjög mikið endurnýjuð árið 2016. Svalir eru stórar og er útgengi út á þær bæði frá hjónaherbergi og stofu. Tvennar lyftur eru í húsinu og nýlega var skipt um teppi í sameign. Þvottahús er við hliðina á íbúð. Göngufæri er í ýmsar verslanir og þjónustu og strætisvagnamiðstöð í Mjóddinni. Einnig eru göngu- og hjólastígar niður í Kópavogsdal og Elliðaárdal. Mjög fín eign og góð staðsetning.


Eignin skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, stofu, eldhús og geymslu. Eignin er skráð hjá Þjóðskrá Íslands78,1 m2.

Nánari lýsing:

Forstofa er inn af rúmgóðri teppalagðri sameign. Innan íbúðar er komið inn á parketlagt hol. Fataskápur skilur að forstofu og stofu.
Stofa er rúmgóð og með útgengi út á A-svalir.
Svalir eru stórar þar sem sólar nýtur við fram yfir hádegi. Rafmagnstengill á svölum og bæði heitt og kalt vatn tengt út í krana. Viðarpallettur á svalargólfi og nýbúið er að bera pallaolíu á þær.
Eldhús er með hvítri innréttingu á tveimur veggjum sem ná upp í loft. Sjálfhreinsandi Electrolux bakaraofn og Whirlpool örbylgjuofn með Chrisp pönnu og grilli. Span helluborð og gufugleypir með ljósi þar fyrir ofan. Gráar flísar milli efri og neðri skápa. Vatnslögn er fræst ofan í gólf milli uppþvottavélar og ísskáps. Gott pláss fyrir eldhúsborð og stóla, en eldhúsborð er fest í vegg svo stólar komist betur fyrir undir borði. Gráar gólfflísar.
Hjónaherbergi er með stórum viðarfataskáp með rennihurð og nær hann upp í loft. Útgengi er út á svalir.
Barnaherbergi er rúmgott með háglans hvítum fataskáp.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með gráum gólfflísum og hvítum flísum upp veggi. Rúmgóð sturta með hillu. Tveir veggfestir háglans hvítir fataskápar, handklæðaofn, upphengt salerni og innrétting við handlaug.
Þvottahús er á sömu hæð og íbúð og hafa þrjár íbúðir aðgang að því. Hver með sína vél.
Geymsla er sér í sameign í kjallara.
Hjóla- og vagnageymslur eru tvær og eru í kjallara.
Garður er gróinn og er í sameign.
Eftirlitskerfi er í gangi í húsinu allan sólahringinn, bæði úti og inni.
Parket er á flestum rýmum íbúðarinnar, þó eru gólfflísar inni í eldhúsi og á baði. 
2016 var m.a. settir upp nýir breiðari sólbekkir, gólf flotað, nýtt gólfefni allstaðar, dregið nýtt rafmagn í hluta íbúðar og aukalega fræst í gólf í stofu og herbergi til að koma fyrir rafmagni fyrir fleiri græjur, þó ekki sé nema fyrir router. Nýjar eikarhurðar í íbúð, eldhúsinnrétting ný sem og skápar í íbúð. Baðherbergi var endurnýjað. Dimmerar eru í öllum ljósum.

Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún löggiltur fasteignasali í síma 864-0061 / sigrun@remax.is 

-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég verðmet eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.is


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27