Asparskógar 19 - 204, 300

Fjarlægð/Seld - Eignin var 30 daga á skrá

Verð 37,4
Stærð 56
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 664
Skráð 9.1.2024
Fjarlægt 9.2.2024
Byggingarár 2021
mbl.is

***ASPARSKÓGAR 19 - AKRANESI***

Domusnova og Ólafur Sævarsson lögg.fasteignasali kynna:  Fallega og bjarta 2ja herbergja íbúð á 2.hæð með sérinngangi í Asparskógum 21 á Akranesi. Um er að ræða 56,3 fm á stærð og þar af er geymslan 3,5 fm á stærð. 


Íbúðin er björt og vel skipulögð.

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Sævarsson fasteignasali í síma 820-0303 eða á netfangið olafur@domusnova.is.

Nánari lýsing:
Forstofa: Forstofan er með fataskáp og flísum á gólfi.
Svefnherbergi: Svefnherbergið er 10,2 fm á stærð með fataskápum og parketi á gólfi.
Baðherbergi: Baðherbergið er með "walk in" sturtu, innréttingu undir vask og snyrtiskáp fyrir ofan, aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara og flísum á gólfi. 
Eldhús: Eldhúsið er með hvítum efri skápum og ljósgráum neðri skápum, innbyggðri uppþvottavél og viftu, ísskáp og parketi á gólfi.
Stofa: Stofan er í opnu rými með eldhúsinu með parketi á gólfi og útgengi á rúmgóðar suðursvalir.
Geymsla: Geymslan er 3.5 fm á stærð og er í sameign á jarðhæð hússins.

Hjóla- vagnageymsla: Hjóla- og vagnageymslan er sameiginleg í sameign á jarðhæð hússins.

Almenn lýsing:
Asparskógar 21 er fjölbýlishús á tveimur hæðum með 12 íbúðum alls. Skipting íbúða er: 1stk 4ra herbergja, 5 sk 3ja herbergja, 6 stk 2ja herbergja. Sameiginleg geymsla fyrir hjól og vagna ásamt inntaksrými er á jarðhæð, ásamt geymslum fyrir hluta íbúða, aðrar geymslur eru inni í viðkomandi íbúðum. Svalagangur tengir íbúðir á efri hæð. 

Húsið er timburhús unnið úr einingum klædd að utan með Cembrit klæðningu og brunavarinni timburklæðningu. Einingarnar eru framleiddar af vottuðum aðila og er allt efnisval vottað og CE merkt. 

Bílastæðin eru 12 við húsið, 6 stk við hvern gafl vestan- og austan megin og þar af tvö stæði fyrir hreyfihamlaða. Bílastæði eru malbikuð. Einnig eru sjö bílastæði í götu sunnan megin fyrir framan húsið skv. deiluskipulagi.

Nánari upplýsingar veitir:
Ólafur Sævarsson löggiltur fasteignasali / s.820 0303 / olafur@domusnova.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7