Brekkusíða 2, 603

Fjarlægð/Seld - Eignin var 69 daga á skrá

Verð 99,9
Stærð 195
Tegund Einbýli
Verð per fm 512
Skráð 16.2.2024
Fjarlægt 26.4.2024
Byggingarár 1992
mbl.is

Brekkusíða 2 - Vel skipulagt 6 herbergja einbýlishús með góðum bílskúr á fallegri hornlóð í Síðuhverfi - stærð 195,0 m² þar af er bílskúr 33,6 m²

Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu og borðstofu, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús/bakinngang, búr og sjónvarpsloft. 

Forstofa er með flísum á gólfi og hvítum fataskápum. 
Eldhús, hvít sprautulökkuð innrétting með flísum á milli skápa. Gott skápa- og bekkjarpláss. Ofn og helluborð eru nýleg. Borðkrókurinn er með stórum gluggum og hurð út á verönd. 
Stofa og borðstofa eru í opnu rými þar sem loft eru tekin upp og með innfelldri lýsingu. Dökkt parket er á gólfi og gluggar til tveggja átta. Kamína er í stofunni. 
Hol er með dökku parketi á gólfi.  Af holinu liggur parketlagður stigi upp á loft, skráð 24 m² að stærð og nýtist það í dag sem sjónvarpsstofa.
Sjónvarpsstofan er með dökku parketi á gólfi og tveimur þakgluggum, annar er opnanlegur. Lítil geymsla er þar sem lofthæðin er minni. 
Svefnherbergin eru fjögur, öll með dökku parketi á gólfi og þrjú með hvítum fataskápum. 
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, með hvítri sprautulakkaðri innréttingu, upphengdu wc, handklæðaofni, baðkari, sturtu og opnanlegum glugga. Hiti er gólfi á baðherberginu. 
Þvottahús nýtist sem annar inngangur fyrir eignina. Þar eru flísar á gólfi, hvítir sprautulakkaðir fataskápar og nýleg hvít innrétting með skolvask og stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Nýlegur handklæðaofn er á veggnum við endann á innréttingunni og opnalegur gluggi. 
Búr er inn af þvottahúsinu með flísum á gólfi og hillum. 

Bílskúrinn er skráður 33,6 m² að stærð, með lökkuðu gólfi og rafdrifnum hurðaropnara. Sér gönguhurð er á langhliðinni, beint á móti hurð inn í þvottahúsið. 

Annað
- Innihurðar eru nýlegar.
- Parket var pússað fyrir nokkrum árum. 
- Virkilega gróin og falleg lóð með fjölbreyttum gróðri.
- Stétt á milli íbúðarhúss og bílskúrs og verönd á baklóð er hellulagt.
- Bílaplan er hellulagt og með hitalögnum í, lokað kerfi.
- Eignin er í einkasölu
 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33