Háls, 604

Fjarlægð/Seld - Eignin var 56 daga á skrá

Verð 99,0
Stærð 416.391
Tegund Lóð/Jarðir
Verð per fm 0
Skráð 6.7.2023
Fjarlægt 1.9.2023
Byggingarár
mbl.is

Jörðin Háls í Öxnadal í Hörgársveit.

Bærinn
stendur í stórbrotnu umhverfi í Öxnadal og yfir bæjarstæðinu gnæfir Hraundranginn.  Bærinn stendur sunnan undan Hraunshrauninu, vestan Öxnadalsár og er innsti bærinn að vestanverðu í byggð.  Bærinn stendur nokkurn spöl vestan við þjóðveginn og heimreiðin liggur yfir Öxnadalsá.  Ekki er stundaður búskapur á jörðinni en tún eru þó í rækt og nytjuð af nágranna bændum.  Ræktað land er skráð um 40 ha að stærð.
Heildar stærð jarðarinnar er um 248 ha og nær frá Öxnadalsá í austri og upp að Hraunsvatni í vestri.  Jörðin á svo landamerki að eyðijörðinni Þverbrekku í suðri og að norðan er það Hraunsáin sem markar landamerkin en hún rennur úr Hraunsvatni og niður í Öxnadalsá.  Frá Hálsi er stysta og vinsælasta gönguleiðin upp að Hraunsvatni, sem er einstök falin náttúruperla skammt frá alfaraleið.  

Íbúðarhúsið var byggt árið 1929 og 1948, er skráð 210,8 m² að stærð og er töluvert uppgert og notað í útleigu til ferðmanna í dag.  Sambyggt íbúðarhúsinu eru rúmgóð skemma/geymsla en samtals eru mannvirkin á bæjarhlaðinu skráð 391,4 m² að stærð.
Nánari lýsing á íbúðarhúsi:
Húsið skiptist þannig að á aðalhæð er forstofa, hol, stofa og eldhús. Í risi eru þrjú svefnherbergi. Í kjallara eru geymslur, þvottahús og eitt herbergi með salerni.  Í millibyggingu á milli íbúðarhúss og skemmu, er rúmgóð stofa, baðherbergi, tvö herbergi og önnur forstofa.  Nyrst er svo skemman með innkeyrsluhurð á norðurhlið.
Aðalinngangurinn er á austurhlið hússins og að honum er farið upp timburtröppur.  Önnur forstofa er inn í millibygginguna.
Eldhús er með flísum á gólfi og snyrtilegri ljósri innréttingu.
Stofur eru tvær í húsinu.  Önnur er teppalögð og er syðst í húsinu og hin er rúmgóð í millibyggingunni og þar er parket á gólfi og hurð út á pall til vesturs.
Svefnherbergin eru sex talsins, þrjú í risi með spónaparketi á gólfi, tvö í millibygginguna með parketi á gólfi og eitt í kjallara með flísum á gólfi og innaf því er salerni.
Baðherbergið er í millibyggingunni og er það nýlega tekið í gegn, með flísum á gólfi og nýlegri klæðningu veggjum, walk-in sturtu, upphengdu wc og opnanlegum glugga.
Skemman/geymslan sem er nyrsti hluti byggingarinnar er með góðri innkeyrsluhurð á norðurhlið.  Skemman er óeinangruð en með rafmagni, og stórum gluggum á göflum.  Þak hefur verið endurnýjað.
Bæjarhlaðið er snyrtilegt, rúmgott malborið bílaplan og grasflöt sunnan við húsið.  Góður sólpallur er vestan við húsið og merkt bílstæði fyrir göngufólk að Hraunsvatni hefur verið útbúið skammt frá bæjarstæðinu.

Um Hraunsvatn
Um 30 mínútna ganga er upp í Hraunsvatn, sem staðsett er fyrir ofan bæinn, í mynni Vatnsdals sem liggur á milli Þverbrekkuhnjúks og Drangafjalls í Öxnadal. Það liggur hátt eða í 492 m yfir sjávarmáli og er um 0.8  km² að flatarmáli og víða um 10 - 12 m djúpt.  Það er í landi jarðanna Háls og Hrauns, en Hraun er næsta jörð norðan við Háls.  Hraunsá rennur úr vatninu og liðast um 200 – 300 m áður hún hverfur ofan í hraunið sem er fyrir ofan bæinn Hraun.  Mikil mergð er af smábleikju í vatninu, varla stærri en 1 pund. En þar er einnig ránbleikja og ísaldarbleikja og því um þrjá bleikjustofna að ræða. Ránbleikjan getur verið væn og hafa veiðst fiskar allt að 10 pundum og ísaldarbleikjan enn stærri.  
Hraundranginn gnæfir svo yfir og stendur 1.075 m hár í Drangafjalli. 


Annað
- Íbúðarhúsið selst fullbúið með öllum húsbúnaði.
- Jörðinni fylgir bátur með utanborðsmótor sem stendur í fjörunni við norðurenda Hraunsvatns.
- Baðherbergið var endurnýjað 2023
- Nýleg varmadæla - loft í vatn, er í húsinu.
- Vatnsból er nýlegt.
- Skógrækt er hafin að Hálsi og búið er að setja niður töluvert af trjám.  Samningur við skógræktina.
- Góð rjúpnaveiði er á jörðinni.
- Áður var lítil heimarafstöð í bæjarlæknum - stífla er til staðar og rör en túrbína er ekki staðar.

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38