Lautasmári 28, 201

Fjarlægð/Seld - Eignin var 10 daga á skrá

Verð 69,9
Stærð 95
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 735
Skráð 25.3.2024
Fjarlægt 5.4.2024
Byggingarár 1998
mbl.is

Fasteignasalan TORG kynnir: 4ra herbergja íbúð á 1 hæð með aflokaðri timburverönd í góðu fjölbýlishúsi miðsvæðis í Kópavogi þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, Smáralind, Smáratorg og Lindir svo eitthvað sé nefnt. Um er að ræða eign sem er skráð 95,1fm og þar af er geymsla 6,7fm. Íbúðin er björt og góð með 3 svefnherbergjum. Út frá stofunni er gengið út á suðurverönd með skjólveggjum. Frábær staðsetning í Smárahverfi Kópavogs. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is
Nánari lýsing eignar:
Forstofuhol: Komið er inn í forstofu með parket á gólfi og tvöföldum fataskáp.
Stofa + borðstofa: Stofan rúmar bæði stofu og borðstofu. Parket er á gólfi. Út frá stofunni er gengið út á suðurverönd.
Eldhús: Eldhúsið er rúmgott með innréttingu í U með efri skápum á tvo veggi og góðum glugga fyrir miðri innréttingunni. Tengi er fyrir uppþvottavél, keramikhelluborð og góður borðkrókur er í eldhúsinu. Flísar eru á gólfi.    
Baðherbergi: Flísalagt er í hólf og gólf. Bæði baðkar og sturta er á baðherberginu og opnanlegur gluggi.  Hvít innrétting.                                                                                                                   
Svefnherbergi: svefnherbergin eru 3. Parket er á gólfum á þeim öllum og fataskápar.            
Þvottahús:
innan íbúðar er þvottaherbergi með flísum á gólfi og vinnuborði
Geymsla: Í sameign er 6,7 fm geymsla með hillum sem fylgir íbúðinni og einnig sameiginleg hjóla og vagnageymsla.
Niðurlag: Þetta er vel skipulögð íbúð með verönd á þessum eftirsótta stað í Kópavogi þar sem örstutt er í alla þjónustu.  
 
Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is
 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21