Lækjarbotnaland 18, 206

Fjarlægð/Seld - Eignin var tekin út samdægurs

Verð 32,0
Stærð 59
Tegund Sumarhús
Verð per fm 543
Skráð 7.5.2024
Fjarlægt 8.5.2024
Byggingarár 1999
mbl.is

Gimli fasteignasala og Herdís Valb. Hölludóttir kynna:  Virkilega fallegt 58,9 fm frístundahús staðsett í sveitaparadís einungis í 10 mín fjarlægð frá Höfuðborginni. Húsið er staðsett í Lækjarbotnalandi 18, 206 Kópavogi rétt við Heiðmerkur þjóðgarð. Húsið er skráð timburhús og byggt árið 1999. Samkvæmt teikningu er gert ráð fyrir tveimur svefnherbergjum, setustofu, eldhúsi, borðstofu og baðherbergi með sturtu. Lóðin er skráð 3955 fm og er umvafin fallegum trjágróðri. Húsið skiptist í tvö samliggjandi hús og með rafmagnskyndingu og köldu vatni úr borholu.
Eignin er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 223-1672, birt stærð 58.9 fm. Nánar tiltekið eign merkt 01-01, ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Bókið skoðun hjá Herdís Valb. Hölludóttir  í síma 694-6166, eða herdis@gimli.is


Smelltu hér fyrir myndband af eigninni
NÁNARI LÝSING:
Forstofa/ borðstofa: Plastparket á gólfi, fataskápur og hillusamstæða.
Eldhús: Falleg hvít innrétting með góðu skápaplássi og gaseldavél.
Baðherbergi: Með salernis og sturtuaðstöðu og rými fyrir þvottavél og þurrkara.
Forstofa/búr: Plastparket á gólfi og útgengi bakatil við húsið. Þar er skjólgóður timburpallur og góður geymsluskúr.
Stofa: Er samliggjandi við svefnaðstöðu en lítið mál að stúka af. Plastparket á gólfi og útgengi bakatil við húsið.
Svefnaðstaða: Létt stúkuð af með tveimur gluggum en samkvæmt teikningu er gert ráð fyrir tveimur svefnherbergjum hinum enda hússins.
Lóðin er rótgróin og sannkallaður sælureitur með geymsluskúr og gróðurhúsi. Innbú getur fylgt með fyrir utan persónulega hluti.
* Leigutími lóðar er tímabundinn. Lóðin er leigð til 20 ára frá 1. febrúar 2013 til 1. febrúar 2033. 
* Kópavogsbær hefur forkaupsrétt á eigninni. 
* Afmörkun lóðar.

* Leiðbeiningar að bústaðinum.


Niðurlag: Virkilega fallegt frístundahús sem er staðsett á sannkölluðum sælureit,  örstutt frá höfuðborgarsvæðinu.
Nánari upplýsingar veitir: Herdís Valb. Hölludóttir Löggiltur fasteignasali og lögfræðingur, í síma 6946166, tölvupóstur herdis@gimli.is eða gimli@gimli.is

Gimli fasteignasala hefur stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti á fimmta áratug og er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð árið 1982. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki, traust og góð þjónusta. Gimli, gerir betur...
Gimli er staðsett á 2. hæð á Grensásvegi 13, 108 Reykjavík og á 2. hæð á Eyravegi 29, Selfoss.
Opnunartími frá kl. 10 -16 alla vikra daga, sími: 570 4800, tölvupóstur: gimli@gimli.is
Heimasíða Gimli fasteignasölu

Gimli á Facebook

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34