Geithamrar, 541

Fjarlægð/Seld - Eignin var 11 dag á skrá

Verð 148,0
Stærð
Tegund Lóð/Jarðir
Verð per fm
Skráð 19.4.2024
Fjarlægt 1.5.2024
Byggingarár
mbl.is

Eignatorg kynnir: Lögbýlið Geithamrar, Húnabyggð. Um er að ræða vel uppbyggða jörð þar sem rekið er myndarlegt sauðfjárbú ásamt nautaeldi. Jörðin á u.þ.b. 1,8 km af vatnsbakka Svínavatns og er nokkur veiði í vatninu. U.þ.b. 20 mínútna akstur er á Blönduós þar sem er öll helsta verslun og þjónusta. Ljósleiðari er kominn inn í íbúðarhús og tengdur. Gott neysluvatn úr eigin borholu. Afar áhugaverður kostur fyrir marga, ekki síst aðila sem geta unnið fjarvinnu samhliða búrekstrinum.

Eignin er seld með 414,9 ærgilda greiðslumarki í sauðfé, áhöfn og vélum skv. gripa- og tækjalista seljanda.


Skv. skráningu Fasteignaskrár eru eftirfarandi byggingar á jörðinni:
Íbúðarhús byggt 1960, samtals 153,4 fm.
Geymsla byggð 1973, samtals 36,3 fm.
Fjárhús byggð 1999, samtals 412,3 fm.
Hlaða byggð 1987, samtals 180 fm.
Fjárhús byggð 1956 og 1957 samtals 270,6 fm.
Hlaða byggð 1956, samtals 124,3 fm.
Fjós byggt 1973, samtals 137,5 fm
Kálfahús byggt 1993, samtals 43,2 fm.
Geymsla byggð 1962, samtals 65,6 fm.
Hlaða byggð 1972, samtals 123,7 fm
Blásarahús, byggð 1985 og 1986 samtals 16,2 fm.

Nánari lýsing: Íbúðarhúsið er steinsteypt og er hæð og ris. Húsið er klætt og einangrað að utanverðu og er því viðhaldslétt. Húsið skiptist í forstofu, hol, tvær stofur, tvö baðherbergi, eldhús, þvottahús, fimm svefnherbergi, geymslu og bakinngang. Frárennslislagnir undir húsi hafa verið fóðraðar.
Fjárhús byggð 1999 eru steinsteypt, með áburðarkjallara og taka ríflega 400 fjár.
Hlaða er sambyggð fjárhúsinu og nýtist sem góð vinnuaðstaða.
Eldri fjárhús og sambyggð hlaða nýtast vel á sauðburði.
Fjós og tengdar byggingar nýtast í dag fyrir nautaeldi.

Jörðin er talin vera 630 hektarar og ræktað land þar af 44,4 hektarar. Mögulegt væri að rækta töluvert meira.

Hér er fáanleg eiguleg jörð á friðsælum stað í fallegri sveit.

Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0 - 1,8%. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.
 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24