Brekkugata 4, 210

Fjarlægð/Seld - Eignin var 3 daga á skrá

Verð Tilboð
Stærð 278
Tegund Einbýli
Verð per fm
Skráð 15.4.2024
Fjarlægt 19.4.2024
Byggingarár 2021
mbl.is

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega glæsilegt, vandað, vel skipulagt og vel staðsett 278,2 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum 34,2 fermetra bílskúr á fallegum útsýnisstað í Urriðaholti í Garðabæ.  Eignin skiptist m.a. í  fjögur stór svefnherbergi, tvö baðherbergi, gestasnyrtingu, tvær stofur, stórt eldhús, rúmgott þvottaherbergi, sjónvarpsstofu og rúmgóðan bílskúr.

Miklar sérsmíðaðar innréttingar frá Hyrnunni á Akureyri eru í húsinu, hannaðar af Elínu Thor, og mikið skápapláss í herbergjum, eldhúsi, þvottaherbergi, baðherbergjum og forstofu.

Eignin stendur á 743,0 fermetra lóð sem er fullfrágengin með stórri hellulagðri innkeyrslu og stéttum fyrir framan hús með hitalögnum undir og mjög stórri og skjólsælli verönd á baklóð með heitum potti, gufubaðshúsi, útisturtu, grilleldhúsi o.fl. 

Seljendur eru tilbúnir til að athuga með skipti á rað- eða parhúsi í Garðabæ.


Lýsing eignar:
Neðri hæð hússins er 148,1 fermetri að stærð, að meðtöldum 34,2 fermetra bílskúr, og skiptist þannig.

Forstofa, rúmgóð og með vönduðum innréttingum úr hnotu sem ná upp í loft og föstum spegli.
Gestasnyrting, með glugga, sérsmíðaðar innréttingar úr hnotu með frístandandi vaski á borði og vegghengdu wc.
Bílskúr, sem er 34,2 fermetrar að stærð er með hita, rafmagni, rennandi heitu og köldu vatni, gluggum og extra hárri innkeyrsluhurð með mótor. 
Þvottaherbergi, innaf bílskúr er með glugga og miklum innréttingum með stæðum fyrir vélar í vinnuhæð, vinnuborði og vaski.
Hol, þaðan sem stigi liggur upp á efri hæð og gott geymslupláss er undir stiga.
Eldhús, mjög stórt og bjart með sérsmíðuðum mjög fallegri grárri og hnotuinnréttingu með marmara á borði og lýsingu inni í skápum. Góður búrskápur og tækjaskápur í innréttingu og innbyggður ísskápur, vínkælir og frystir auk uppþvottavélar.  Stór eyja með miklum hirslum, marmara á borði og hliðum og spanhelluborði.  Á milli eldhúss/borðstofu og stofu er fallegur sjónsteypuveggur.
Borðstofa, opin við stofu, mjög rúmgóð og björt með gluggum í tvær áttir. 
Stofa, mjög rúmgóð og björt með föstum skenk á vegg, gólfsíðum gluggum og fallegum arni.  Úr stofu er útgengi á mjög stóra og skjólsæla verönd með heitum potti, gufubaðshúsi, útisturtu og grilleldhúsi. 

Gengið er upp á efri hæð hússins, sem er 130,1 fermetri að stærð, um steyptan, breiðan og bjartan stiga með gluggum til vesturs og fallegu glerhandriði með handlista úr hnotu.

Stigapallur, þaðan sem gengið er í öll rými efri hæðar.
Barnaherbergi I, mjög stórt með gluggum í tvær áttir og innbyggðum fataskápum.
Barnahebergi II, mjög stórt með gluggum í tvær áttir og innbyggðum fataskápum.
Barnaherbergi III, afar rúmgott og bæði með innbyggðum fataskápum og föstu skrifborði.
Baðherbergi, með glugga og mjög rúmgott. Fallegar hnotuinnréttingar og hillur með lýsingu í að hluta, fastur spegill, vegghengt wc, baðkar með flísalögn í kring og innbyggðum tækjum og flísalögð rúmgóð sturta með innbyggðum tækjum í vegg.
Sjónvarpshol, með gluggum í tvær áttir og útgengi á rúmgóðar svalir til suðurs með glerhandriði og virkilega fallegu útsýni.
Hjónaherbergi, mjög rúmgott með gluggum í tvær áttir og útgengi á svalir til suðurs.
Fataherbergi, innaf hjónaherbergi er með innréttingum.
Baðherbergi, innaf hjónaherbergi er með glugga, flísalagt gólf og hluti veggja, hnotuinnrétting með frístandandi vaski á borði, fastur spegill, vegghengt wc og flísalögð sturta með sturtuglerjum.

Húsið að utan er fullfrágengið, múrað og málað og gluggar eru ál/tré.

Lóðin, sem er 743,0 fermetrar að stærð er fullfrágengin.  Á framlóð eru mjög stór hellulögð innkeyrsla og hellulögð stétt með hitalögnum undir.  Lóð til vesturs er með holtagrjóti og möl.  Mjög stór viðarverönd til suðurs með skjólveggjum, stórum heitum potti með loki, gufubaðshúsi, útisturtu og grilleldhúsi.  Tyrfð flöt til austurs, afgirt og hellulögð verönd. 

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á rólegum og eftirsóttum stað við Brekkugötu í Urriðaholtinu þaðan sem stutt er í leikskóla, skóla, verslanir, þjónustu og fallegar gönguleiðir og útivistarsvæði.

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28