Sólvallagata 27, 101

Fjarlægð/Seld - Eignin var 31 dag á skrá

Verð Tilboð
Stærð 96
Tegund Fjölbýli
Verð per fm
Skráð 11.9.2023
Fjarlægt 13.10.2023
Byggingarár 1955
mbl.is

Heimili fasteignasala s: 530-6500, kynnir í sölu þriggja til fjögurra herbergja íbúð á 2. hæð og með tvennum svölum við Sólvallagötu í 107 Reykjavík. Eignin er skráð 95,6 m2 að stærð, þar af íbúð 92 m2 og geymsla 3,6 m2 og telur forstofu, borðstofu, setustofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og eldhús. Hægt er að útbúa þriðja svefnherbergi eignar úr borðstofu. Eigninni fylgir sér geymsla í kjallara, sameiginlegt þvottahús og hjólageymsla og sameiginleg timburverönd á bak við hús.

Nánari lýsing:
Gengið er inn i íbúðina um ágæta sameign og komið inn í anddyri sem er með flísum á gólfi og geymir fatahengi. Frá anddyri er gangur/hol sem leiðir inn í eldhús sem er með ágætri innréttingu og útgengi út á aðrar af tveimur svölum eignarinnar. Svefnherbergi eignar eru í dag tvö, eitt stærra með ágætum skápum og parketi á gólfi og hitt með dúk á gólfi. Opið er á milli borð- og setustofu og frá setustofu er útgengt á hinar svalir íbúðar. Á gólfi í stofum er parket. Mögulegt er að útbúa þriðja svefnherbergi eignar þar sem nú er borðstofa. Baðherbergi er með ágæti innréttingu, glugga með opnanlegu fagi, innfelldum eldri skápum og baðkari með sturtuhaus. Á gólfi eru flísar sem og á vegg við baðkar. 

Góð eign í vesturbæ Reykjavíkur þar sem miðbærinn er í göngufjarlægð, Vesturbæjarskóli við enda götunnar og stutt í alla helstu almenna þjónustu.

Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Snorrason, lgfs., s. 896-2953, brynjolfur@heimili.is.


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
 
Heimili fasteignasala – á traustum grunni í 20 ár.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32