Bjarkarholt 10, 270

Fjarlægð/Seld - Eignin var 81 dag á skrá

Verð 64,5
Stærð 118
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 545
Skráð 14.6.2019
Fjarlægt 3.9.2019
Byggingarár
mbl.is

Miklaborg kynnir: Íbúðir fyrir 50 ára og eldri í nýjum og vaxandi miðbæjarkjarna Mosfellsbæjar þaðan sem stutt er í alla helstu þjónustu s.s. verslanir, heilsugæslu, bókasafn ásamt því sem að Lágafellslaug er í göngufæri og Golfvöllur Mosfellsbæjar í grennd. Útivistarperlur og gönguleiðir eru fjölbreyttar í og umhverfis Mosfellsbæ. 3ja herbergja, 118,4 fm íbúð á jarðhæði og stæði í bílgeymslu. Eignin skiptist í anddyri, forstofuherbergi, baðherbergi, eldhús og hjónaherbergi. Þvottahús innan íbúðar ásamt stæði í bílgeymslu og geymslu í kjallara.

Bjarkarholt 8-10 er 18 íbúða lyftuhús á fjórum hæðum og flestar íbúðir eru með stæði í lokaðri bílgeymslu. Íbúðirnar eru frá 65 fm upp í 180 fm þakíbúð. Húsið stendur sunnanmegin í lóðinni og eru flestar íbúðir með svalir í suður. Húsið er klætt að utan með álklæningu og eru innréttingar og tæki af vandaðri gerð. 

Á vef GG verk má sjá nánari upplýsingar um íbúðina, skilalýsingu og nánari kynningu á húsinu.

NÁNARI LÝSING íbúðar 101: Komið inn í anddyri með fataskápum. Rúmgott forstofuherbergi með góðum skápum. Baðherbergið er með fallegri innréttingu, upphengdu salerni og þröskuldslausum sturtuklefa. Gluggi er á baðherbergi. Eldhús er með fallegri innréttingu, eldunareyju og útgengt út á 15 fm verönd úr eldhúsi. Eldhús er opið inn í rúmgóða stofu og borðstofu. Úr stofu er gengið út á litlar svalir. Hjónaherbergi er rúmgott og með góðum skápum. Þvottahús með vaski er innan íbúðarinnar. Í kjallara er sér stæði í lokaðri bílgeymslu sem og sér geymsla. 
 

Nánari upplýsingar veita:

Jón Rafn lögg. fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is
Ólafur Finnbogason lögg. fasteignasali í síma 822-2307 eða olafur@miklaborg.is
Óskar H. Bjarnasen lögg. fasteignasali í síma 691-1931 eða ohb@miklaborg.is
Friðrik Stefánsson hdl. og aðstoðarmaður fasteignasala í síma 616-1313 eða fridrik@miklaborg.is

Bjarkarholt 8-20 samanstendur af þremur fjölbýlisihúsum 4-5 hæða með lyftu.  Sérstæði í lokaðri bílgeymslu fylgir flestum íbúðum en á sömu hæð eru sérgeymslur íbúða ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu. Um 30 bílastæði eru á lóðinni.   Íbúðir á jarðhæð hafa sérafnotarétt fyrir framan íbúðir sínar.  Íbúðir á efstu hæðum eru flestar með stórum þaksvölum þaðan sem er frábært útsýni. 

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6