Tryggvagata 13, 101

Fjarlægð/Seld - Eignin var 38 daga á skrá

Verð 180,0
Stærð 165
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 1.092
Skráð 12.6.2023
Fjarlægt 21.7.2023
Byggingarár 2017
mbl.is

Einstaklega falleg og björt útsýnisíbúð á 5. hæð í hjarta miðborgarinnar. Fallegt útsýni er yfir Reykjavíkurhöfn og göngufjarlægt í í alla þá þjónustu og afþreyingu sem miðborgin hefur upp á að bjóða. 

Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 164,9fm. og þar af er geymsla 1,9fm. 

Eignin skiptist í anddyrisgang, stofu, borðstofu og eldhús í alrými, svefnherbergi með walk-in skáp og baðherbergi, herbergi með walk-in baðherbergi, þvottahús, suðursvölum sem gengið er út á frá svefnherbergi, norðursvölum sem eru útgengt út frá stofunni og geymslu í kjallara. 
Eikarparket er á öllum gólfum að undanskildum votrýmum þar sem eru flísar. Eldhústæki frá AEG og Kludi blöndunartæki. Hiti er í öllum gólfum. Innréttingar frá HTH. Free@home stýrikerfi fyrir ljós og myndavéladyrasíma. Snertilaust lyklaaðgengi í allar íbúð, sameignarrými og útihurðir.

Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir  löggiltur fasteignasali í síma 899-5949 eða á netfanginu gudbjorg@trausti.is

Eignin er í vönduðu lyftuhúsi sem var byggt 2017, og er eignin öll hönnuð með hliðsjón af miklum gæðum, þægindum og glæsileika. Mikið er lagt upp úr hljóðeinangrun í húsinu, jafnt gagnvart hljóðum utanhúss sem og milli hæða og íbúða. Aukin lofthæð. Hjólastólaaðgengi er í allar íbúðir og sameignarrými hússins. Íbúar geta sótt um íbúakort bílastæðasjóðs. 

Inngangar í húsið eru frá Tryggvagötu og Geirsgötu og lyklalaust aðgengi er í sameign og í íbúðir. Einstaklega glæsileg sameign, með marmara á gólfum á jarðhæð og sjónsteypu ásamt listaverkum eftir Leif Breiðfjörð. Tveir stigagangar eru í húsinu með lyftum og stigahúsum með hljóðdempandi teppi, sjónsteypu og glerhandriðum. Dagnotkunar hjóla og vagnageymsla er á jarðhæð og langtíma hjóla og vagnageymsla í kjallara.

Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir  löggiltur fasteignasali í síma 899-5949 eða á netfanginu gudbjorg@trausti.is







 

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43
Mynd 44
Mynd 45
Mynd 46
Mynd 47