Sundaborg 11-13, 15., 104

Fjarlægð/Seld - Eignin var 20 daga á skrá

Verð 800,0
Stærð 1.958
Tegund Atv.
Verð per fm 409
Skráð 20.5.2022
Fjarlægt 10.6.2022
Byggingarár 1974
mbl.is

Eignamiðlun kynnir:

Um er að ræða þrjá eignarhluta í húsunum nr. 11-13 og 15 við Sundaborg í Reykjavík. Húsið með tvíhalla þaki og með steinsteyptum útveggjum og byggt árið 1974. Þak er borið uppi með steyptum súlum og steyptum burðar- og límtrésbitum. Í hluta hússins er milliloft sem hvílir á límtrésbitum. Lofthæð undir millilofti er 300 cm í neðribrún límtrésbita. Lofthæð á efri hæðinni er 305 m þar sem hún er lægst en 478 cm upp við mæni. Húsið liggur samlíða Kleppsveginum en aðkoma að húsinu er frá Sundaborg. Að norðanverðu er stórt afgirt malbikað port í vesturenda lóðarinnar við Sundaborg 15. Portið er afgirt og með fjarstýrðu öryggishliði. Lóðin að norðanverðu við Sundaborg 11-13 er malbikuð og með góðum bílastæðum. Á neðri hæðinni eru innkeyrsludyr og göngudyr. 
Í húsinu er mjög öflugt öryggiskerfi sem er aðgangsstýrt. Loftræsikerfi er í húsinu. Upphitun er með blásurum í geymslurýmum en ofnar eru að mestu í skrifstofuhluta. Gluggar eru til norðurs en engir til suðurs. Þakgluggar eru einnig í miðrýmum og þeim rýmum í suðurhluta húseignarinnar. 

Eignirnar eru skráðar skv. Þjóðskrá Íslands 1,932,9 fm. En skv. eignaskiptasamningi eru eignirnar skráðar samtals 2.438,4 fm.

 
Eignarhlutar í nr. 11-13 hafa verið sameinaðir og er eigninni lýst í samræmi við núverandi ástand. Milli húsanna nr. 13 og 15 er stigahús og aðalinngangur frá suðurhlið hússins. Gólf í stigahúsi er lagt steinflísum en tröppur eru úr terrassó.  Stigahúsið er í eigu húsfélagsins.
 
Sundaborg 11-13.
Neðri hæðin: Er að stórum hluta skjalageymsla með góðri lofthæð. Gluggar eru á norðurhlið og möguleiki að koma fyrir innkeyrsluhurðum.
Efri hæðin: Kaffistofa, tvö herbergi og stórt opið vinnurými. Á gólfum er linoleumdúkur. Rúmgott eldhús með beykinnréttingu. Stórar geymslur, tvö herbergi, tæknirými þar sem er m.a. loftræsibúnaður, snyrtingar, ræstiklefi o.fl. Loft eru ýmist kerfisloft með innfelldri lýsingu eða klædd heraklitplötum. Á gólfum er linoleumdúkur.

Sundaborg 15.
Vekja má athygli á því að misræmi er á skráningu eignanna hjá Þjóðskrá Íslands og þinglýstum eignaskiptasamningi. Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er eignin 805,8 fm að heildarflatarmáli. Samkæmt eignaskiptasamningi er eignin skráð 1.219,2 fm. að heildarflatarmáli. Raunstærð eignar er rétt samkæmt eignaskiptasamningi. 
 
Efrihæðin: Komið er inná efrihæðina frá sameiginlegum stigagangi. Gengið er í inn í öryggishólf og þaðan er komið inní stórt opið vinnurými. Innaf því rými er eldhús og svo annað vinnurými. Á hæðinni eru snyrtingar og sturtuaðstaða. Frá efrihæðinni er stigi niður í neðrihæðina.
Neðri hæðin: skiptist niður í nokkur hólf. Í tveimur hólfum eru innkeyrsludyr útí afgirt port.


Nánari upplýsingar gefur Guðlaugur Ingi Guðlaugsson lögg.fasteignasali í síma 864-5464 eða gudlaugur@eignamidlun.is.

Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðinum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook


Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3