Brekkubyggð 5, 210

Fjarlægð/Seld - Eignin var 10 daga á skrá

Verð 47,9
Stærð 112
Tegund Einbýli
Verð per fm 429
Skráð 22.1.2018
Fjarlægt 1.2.2018
Byggingarár 1979
mbl.is

Fasteignasalan TORG kynnir: Fallegt 111,5 fm einbýlishús með bílskúr á frábærum stað í Garðabæ. Gróinn skjólgóður garður með sólpalli og áhaldageymslu. Einstök eign í þessu vinsæla hverfi. Húsið er nýmálað innan og utan og öll gólfefni, nema í baði, voru endurnýjuð fyrir tæpum tveimur árum.  Allar nánari upplýsingar veitir Árni Ólafur fasteignasali, s. 893 4416  og arnilar@fstorg.is.
 

Nánari lýsing:
Forstofa:
 komið er inn í forstofu með  flísum á gólfi og fataskap.
Eldhús: Eldhús eignarinnar var endurnýjað fyrir nokkrum árum.  Innréttingin er hvít með mahogany köntum og listum.  Tæki eru úr burstuðu stáli, ofn og keramik helluborð.  Parket er á gólfi, sem var skipt um og endurnýjað fyrir tæpum tveimur árum, sem og allt gólfefni í íbúðinni nema flísar á baði.
Stofa/borðstofa: Stofan er með parketi á gólfi og timbur klæðningu í lofti. Hún rúmar vel borðstofu sem og ágæta setustofu.

Hjónaherbergi: Hjónaherbergi er rúmgott með hvítum skápum.   
Svefnherbergi: Gott auka/svefnherbergi er  með parkett á gólfi. Herbergið hefur inngang úr forstofu.

Baðherbergi: Er með hvítum flísum á gólfi og veggjum. Hvít innrétting með plastlagðri borðplötu úr viðarlíki.  Sér sturtuklefi og sér baðkar. 

Þvottahús og geymslubúr: Er innan eldhúss.  Tengi fyrir þvottavél. Vaskur, innrétting og vinnuborð

Geymsla: Geymslan er á 1. hæð í aðliggjandi húsi nr. 7. Gengið er utanfrá inná geymsluganginn.  Geymsluskúr:  Á lóð við verönd er lítill geymsluskúr fyrir garðáhöld o.fl.

Bílskúr: Bílskúr er með hurðaopnara, heitu og köldu vatni.
Garður:  Garður með timburverönd og skjólveggjum.  Lóðin er með talsverðum trjágróðri og er fallega gróin. 

Niðurlag: Þetta er fallegt og vel skipulagt hús sem hefur fengið andlitslyftingu og talsverða endurnýjun síðustu ár. Vinsæll staður í Garðabæ. 
Allar nánari upplýsingar veitir Árni Ólafur Lárusson, s. 893 4416 og arnilar@fstorg.is.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 

1. Stimpilgjald vegna kaupsamnings er 0.8% en 0.4% við fyrstu kaup og 1,6 % ef lögaðili á í hlut, af fasteignamati.  
2. Þinglýsingargjald kr.  2.000.- kr. af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr.  65.000. - með vsk.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25