Bær 0, 431

Fjarlægð/Seld - Eignin var 10 daga á skrá

Verð 220,0
Stærð 199.028
Tegund Lóð/Jarðir
Verð per fm 1
Skráð 6.5.2024
Fjarlægt 17.5.2024
Byggingarár
mbl.is

 Pétur Ásgeirsson löggiltur fasteignasali hjá RE/MAX fasteignasölu kynnir: Jörðina Bæ í Staðardal 141243, Ísafjarðarbæ og Vatnadal 141258, Ísafjarðarbæ, ásamt öllum mannvirkjum, svo og öllu því sem eignum fylgir og fylgja ber að engu undanskildu. Hægt er að kaupa jörðina Bæ með bústofni og vélum samkvæmt lista. Jörðin er 44 hektarar en aldrei hefur farið í það að leita eftir staðfestri tölu á stærð á óræktuðu landi. 

Jörðin er vel hýst með einbýlishúsi, rúmgóðum útihúsum. Húsin öll vel umgengin og snyrtileg. Lítil skógrækt er rétt fyrir ofan íbúðarhúsið. Jörðin býður upp á mikla möguleika, stórt og mikið landsvæði og vatnsmiklir dalir, nýverið var borað eftir vatni og fannst 23,6 gráðu heitt vatn einungis á 200 metra dýpi, ekki hefur verið gert meira í því.

Vatnadalsvatnið geymir Bleikju og svo er Lax í ánni en einstaka urriði og bleikja hafa veiðst þar en aldrei hefur eldislax fundist. Með eigninni fylgja 14 veiðileyfi af 20.  5 leyfi fylgja bænum Staður  (jörðin hinumegin við ánna) og 1 leyfi sem eigendur Vatnsdals eiga.

Útsýnið er engu líkt með morgunsólina á bakpallinum séð inn Vatnsdalinn og síðdegis sólin á fram pallinum og svo fræg kvöldsólin sem litar allt upp séð út á haf. Norðurljósin sjást hér afar vel þar sem ljósmengun er lítil.

3 km malarvegur er frá Suðureyri en einungis 23 km eru til Ísafjarðar og þar er innanlandsflugvöllur

Einbýlið er steypt hús og 2 hliðar eru bárujárns klættar enn á eftir að klára hinar tvær hliðarnar, það er skráð 124 fm, byggt árið 1972 .
Húsið samanstendur af 4 svefnherbergjum, stofu, 2 baðherbergjum, kompu,  þvottahús, eldhús með búri innan af og forstofu.
Forstofa: Parket á gólfi og fataskápur
Stofa: Parket á gólfi, stórir gluggar.
Eldhús: Parket á gólfi, tengi fyrir uppþvottavél.
Herbergin: Öll eru með parket 2 þeirra eru nýmáluð.
Baðherbergi: Er flísalagt í hólf og gólf með baði og sturtu en þarfnast nýrrar innréttingar með tímanum og minna baðherbergið þarfnast viðhalds ásamt þvottahúsi en gólfin eru farin að láta á sjá.
Nýbúið að leggja þriggja fasa rafmagn og ljósleiðara.
Lítil skógrækt er rétt fyrir ofan íbúðarhúsið.

Fjárhúsin voru töluvert endurnýjuð 2022 og lögð ný gólf og bitar ásamt nýjum gjafagrindum frá gjafagrindum.is, 2 nýjar rafmagns talíur frá Búvís voru settar upp til að keyra rúllum inn. Ný Led ljós í öll húsin og rafmagn tekið í gegn að mestu ásamt nýju vatnskerfi og ný brynningartæki í þeim hluta húsanna. Í eldri hlutanum eru 3 jötur og 6 garðar sem þarfnast viðhalds.

Hér er frægt og víðfeðmt berjaland og gönguleiðir bókstaflega út um allt, hér er líka mikilvægt að minnast á að sólin leikur hér listaverk þar sem hún sést varla við sjóröndina þegar hún tekur á loft aftur yfir hásumarið. Hér er algjör sumarparadís og veðursælt en þar sem dalirnir veita svo gott skjól

Selt aukalega:
Gjafagrindur
639 ærgildi og 440 hausar í húsum en pláss fyrir fleiri og tækja listi fylgir en þetta allt er selt sér:
Tækjalisti:
2 sláttuvélar novadisc 305 2007 árgerð og 2010
Áburðardreifari amazon 2007 árgerð
Heyþyrla puttinger 540 2007 módel
2 rúllugreipar Kvernland 1994 og Alö 2007
Rúlluhnífur Mchale 2007 árgerð
Rakstrarvél tveggja stjörnu 7 metra Fella árgerð ? c.a. 2000
Önnur Fella eina stjörnu 180 1996 módel
Deutz Fahr mp 130 rúllusamstæða 2002 árgerð
Haugsuga Highspace 2013 árgerð.
Haughræra 2022 árgerð
Skádæla 2001 árgerð

Nánari upplýsingar veitir:
Pétur Ásgeirsson 
Löggiltur fasteignasali
Sími: 893-6513
Email: Petur@remax.is


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.  

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43
Mynd 44
Mynd 45
Mynd 46
Mynd 47
Mynd 48
Mynd 49
Mynd 50
Mynd 51
Mynd 52
Mynd 53
Mynd 54
Mynd 55
Mynd 56
Mynd 57
Mynd 58
Mynd 59
Mynd 60
Mynd 61
Mynd 62
Mynd 63
Mynd 64
Mynd 65