Mýrargata 26, 101

Fjarlægð/Seld - Eignin var 6 daga á skrá

Verð 69,9
Stærð 66
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 1.059
Skráð 5.4.2024
Fjarlægt 12.4.2024
Byggingarár 2014
mbl.is

Borg  fasteignasala kynnir bjarta tveggja herbergja 66 fm endaíbúð á 1. hæð við Mýrargötu 26 í 101 Reykjavík.

Íbúðin er skráð 66 fm skv. Þjóðskrá, þar af 7,2 fm geymsla í kjallara. Rúmóðar svalir út frá stofu. Hiti í gólfi, gólfsíðir gluggar og svalir með glerhandriði sem bjóða upp á gott útsýni. Stæði í bílageymslu fylgir eigninni. Allir eigendur hússins hafa aðgang að stórum og veglegum þaksvölum á 7. og 8. hæð. Af svölunum er einstakt sjávarútsýni og útsýni yfir Reykjavík. Í húsinu er húsvörður. Stutt er í alla þá þjónustu sem miðbærinn hefur upp á að bjóða.

Eignin skiptist í: Forstofu, gang, svefnherbergi, baðherbergi, samliggjandi eldhús og borðstofu/stofu.

Nánari lýsing:
Gengið er inn í flísalagða forstofu. Frá forstofu er komið inn á gang með góðu skápaplássi, á hægri hönd er rúmgott svefnherbergi með stórum fataskáp. Eldhús og stofa/borðstofa eru samliggjandi í björtu opnu rými. Eldhús er nýuppgert með fallegri hvítri innréttingu með tvöföldum postulínsvaski og blöndunartækjum frá Lusso. Eldhúseyjan er einstaklega falleg úr ítölskum marmara og er helluborð á eyjunni. Mjög gott skápa- og geymslupláss er í eldhúsi. Stórir gólfsíðir gluggar eru í stofu og stór rennihurð út á góðar svalir. Baðherbergi er nýuppgert með marmaraflísum á gólfi og veggjum,  hvítri innréttingu og blöndunartækjum frá Lusso. 


Miklar endurbætur hafa verið gerðar á íbúðinni, nýtt eldhús, baðherbergi, flísar á forstofu, nýr ljósabúnaður og sjónvarpsskápar með veggfestingu.


Allar nánari upplýsingar veita:
Úlfar Þór Davíðsson, löggiltur fasteignasali í síma 788 9030, ulfar@fastborg.is



 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32