FLAK, 450

Fjarlægð/Seld - Eignin var 132 daga á skrá

Verð 8,5
Stærð 80
Tegund Annað
Verð per fm 106
Skráð 6.10.2023
Fjarlægt 16.2.2024
Byggingarár
mbl.is

DIXON - Fasteigna & Jarðasala kynnir;

Einstakt tækifæri á sunnanverðum vestfjörðum!

Menningar- og veitingahúsið FLAK á Patreksfirði er til sölu ásamt KT Flak ehf. Hér er um að ræða eingöngu REKSTUR sem hægt er að ganga beint inn í, en góður leigusamningur fylgir.

FLAK hefur undanfarin 4 ár getið sér góðan orðstír fyrir ilmandi súpur, eigin bjór og sérstakt úrval af góðum drykkjum. Margt af ástsælasta tónlistarfólki landsins hefur troðið þar upp og haldnir hafa verið ótal listviðburðir, súpufundir, veislur og ærleg partý. Reksturinn hefur verið með einföldu sniði en mikið hefur verið lagt í gott andrúmsloft, stemningu og framúrskarandi þjónustu sem hefur skilað sér í miklu umtali og frábærri endurgjöf. Mikil vaxtatækifæri eru í veitingarekstrinum og ekki síður í vetraropnun.


FLAK er staðsett í stóru steinhúsi við höfnina sem gengur undir nafninu Verbúðin og er veitingahúsið staðsett í nýuppgerðum rýmum sem áður hýstu beitningastarfsemi útgerðarinnar. Innréttingarnar á FLAK eru einstakar og hefur staðurinn hráan en hlýlegan blæ þegar gengið er inn af hafnarsvæðinu. Mikil vinna var lögð í hönnun staðarins og húsgögnin sem keypt voru og gerð upp frá ýmsum heimshornum, þar með talið Patreksfirði, Bretlandseyjum, Belgíu og Bandaríkjunum.

Gengið er inn í myndarlegt veitingarými með stórum bar sem býður upp á ýmsar mismunandi uppstillingar á borðum og stólum. Rúmgott eldhús með nýlegum tækjum er inn af barnum og leyfi til veitingasölu er fyrir hendi. Einstakt sýningarrými, jafnstórt eldhúsinu er innangengt úr veitingasal og hafa ýmsar ljósmynda- og listsýningar staðið þar allt árið um kring. Sýningarrýmið má einnig nýta sem viðbót við veitingastaðinn sjálfan ef mikið er að gera. Skrifstofurými sem er innifalið í leigusamning á annarri hæð hússins hefur verið nýtt sem vinnustofa listafólks en möguleiki er á því að nýta það sem lagerrými. Fleiri rými í húsinu eru í laus til útleigu fyrir þá sem hafa stærri hugmyndir og vilja láta drauma sína rætast. Nokkuð stór grasflöt er við gafl hússins og stórt plan fyrir framan innganginn þar sem iðulega stendur 40fm stórt veislutjald yfir sumartímann sem vakið hefur mikla lukku. Tjaldið og skjólveggurinn fylgir með rekstrinum ásamt öllum naglföstum munum, innréttingum og innanstokksmunum. Gott hljóðkerfi er á staðnum, myndvarpar og önnur tæki til fundarhalds eða annarra viðburða.

Húsnæðið er í eigu sveitarfélagsins og fylgir rekstrinum góður leigusamningur með vilyrði um áframhaldandi starfsemi og uppbyggingu í húsinu. 

Rekstur og ímynd FLAK er stofnendum hjartans mál og óska þau þess helst að nýir eigendur séu tilbúnir að halda áfram góðu orðspori gangandi og blási enn frekar í seglin svo menningarlíf og ferðaþjónusta á Patreksfirði haldi áfram að blómstra, öllum til góða.

Áhugasamir hafi samband við Steinunni hjá DIXON fasteignasölu.

Allar frekari upplýsingar um eignina gefur Steinunn Sigmundsdóttir Lg. Fasteignasali
Hægt er að ná í mig í síma 839-1100 eða á steinunn@dixon.is


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv verðskrá.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35