Garðarsbraut 11, 805

Fjarlægð/Seld - Eignin var 70 daga á skrá

Verð 34,9
Stærð 58
Tegund Sumarhús
Verð per fm 600
Skráð 19.1.2023
Fjarlægt 31.3.2023
Byggingarár 2005
mbl.is

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega fallegt, vandað og afar vel skipulagt 58,2 fermetra sumarhús á 5.000 fermetra eignarlandi á mjög fallegum, grónum og eftirsóttum stað í Grímsnesi og Grafningshreppi við Apavatn. Einnig er til sölu lóðin við hliðina sem er 5.100 fermetrar að stærð og mögulegt er að kaupa eignirnar saman.

Um er að ræða timburhús sem byggt var árið 2005. Húsið er vel við haldið og með bárujárni á þaki og stendur á fallegu sumarbústaðasvæði sem er afgirt með hliði. Bílastæði við húsið rúmar 3-4 bíla.
Við húsið er um 200 fermetra verönd sem er með góðu geymslurými undir. Búslóðin fyrir utan persónulega muni geta fylgt með í kaupum á eigninni.


Lóðin er sem fyrr segir 5.000 fermetrar að stærð með tyrfðum flötum umhverfis húsið, og fallegu kjarri og trjám. Skv. upplýsingum frá eigendum væri mögulegt að reisa eitt aukahús á lóð að hámarki 40 fermetrar. Einnig væri möguleiki að stækka húsið þar sem byggja má allt að 150 fermetra hús á einni hæð á lóðinni, hámarkshæð frá jörðu má vera allt að 6 metrum. Árgjald í félag sumarhúsaeiganda er um kr. 20.000 á ári.

Lýsing eignar:
Forstofa,
flísalögð með fataskáp
Herbergi I, parketlagt og rúmgott með fataskáp og gluggum í tvær áttir. 
Herbergi II, parketlagt og með fataskáp. 
Eldhús, opið við stofu, parketlagt. Fallegar sérinnfluttar innréttingar með granít á borði og innbyggðri uppþvottavél og ískáp sem fylgja með í kaupunum.
Samliggjandi stofa og borðstofa, parketlagðar, áfastur bekkur við borðkrók og útgengi á stóra viðarverönd. Frá stofu er gengið um stiga uppá svefnloft. 
Svefnloft, með glugga, parketlagt og pláss fyrir 4-6 að gista.
Baðherbergi, með glugga, flísalagt gólf og veggir, vegghengt wc, góðar innréttingar með marmaraborðplötu og sturtuklefi.
Geymsla, er gengið inn í við aðalinngang sem inntök hússins eru, er með glugga og hillum.

Lóðin, sem er eignarlóð, er 5.000 fermetrar að stærð ( 1/2 hektarar) og er hún með miklu kjarri og hærri trjám. Lóðin er því mjög skjólsæl en frá henni nýtur fallegs útsýnis.

Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu sigridur@fastmark.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34