Ljósheimar 14-18, 104

Fjarlægð/Seld - Eignin var 4 daga á skrá

Verð 36,9
Stærð 104
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 357
Skráð 25.6.2019
Fjarlægt 29.6.2019
Byggingarár 1965
mbl.is

Kristín Einars. lgf. og DOMUSNOVA kynna:  3ja-4ra herbergja íbúð á 6. hæð við Ljósheima 14-18. 
Samkv. FMR er eignin skráð 97,3 fm íbúð, auk 6,2fm geymslu, heildarstærð eignar er 103,5 fm.  
Fasteignamat eignar 2020 verður 44.100.000 kr.


Í dag eru 3 svefnherbergi í íbúðinni, en auðvelt að fjarlægja léttan vegg í stofunni sem skilur af svefnherbergi og stofu og stækka stofuna sem því nemur.
Engar innréttingar eru í eldhúsi og engin gólfefni í opna rýminu.
Í svefnherbergjum eru fataskápar og plastparket á gólfi.
Baðherbergið er upprunalegt. Baðkar.  
Íbúðin þarfnast endurnýjunar.  Með kaupunum getur fylgt harðparket, undirlag og flotefni.

Sér geymsla í sameign ásamt tveimur sameiginlegum og vel búnum þvottaherbergjum.   
Hjólageymsla er í sameign. 
Tvær lyftur eru í húsinu, önnur endurnýjuð 2014.   

Snyrtileg sameign er búin eftirlitskerfi.  Sameiginlegt salerni fyrir íbúa er í sameign hússins. 
Bæði ljósnet Símans og ljósleiðari Gagnaveitu er komið í hús. 
Frábær staðsetning.  Stutt í alla helstu þjónustu s.s. Vogaskóla, Menntaskólann v. Sund. Verslunarmiðstöðina Glæsibæ o.fl.

Nánari upplýsingar veita:
Kristín Einarsdóttir löggiltur fasteignasali / s.894 3003 / kristin@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.



 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15