Gullsmári 9, 201

Fjarlægð/Seld - Eignin var 9 daga á skrá

Verð 62,9
Stærð 100
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 627
Skráð 15.7.2021
Fjarlægt 24.7.2021
Byggingarár 1996
mbl.is

Gullsmári 9, Kópavogur

Um er að ræða vel skipulagða 3ja herbergja 75,6fm íbúð á 2. hæð auk 27,4 fm bílastæðis í lokaðri bílageymslu samtals  við Gullsmára 9, 201 Kópavogi. Íbúðin er fyrir 60 ára og eldri. Inngangengt í þjónustumiðstöð aldraðra þar sem er mötuneyti, fótaaðgerðastofa, hárgreiðsla, handavinnustofa. Smáralindin og heilsugæsla í næsta nágrenni. Í sameign á efstu hæð er salur sem notaður er fyrir fundi og félagsstarf.
Íbúðin getur verið laus til afhendingar við kaupsamning. 
Eignin er skráð sem hér segir hjá Þjóðskrá: Fastanr. 222-3819, nánar tiltekið eign merkt 0202.  Ibúðin er skráð 75,6 fm og eigninni fylgir sérgeymsla. Eigninni fylgir stæði í bílageymslu merkt 0122 samkvæmt skráningu 24,7 fm, birt heildarstærð íbúðarinnar og bílastæðis er 100,3 fm.

Nánari lýsing eignar: Komið er inn í forstofu með fataskáp, myndadyrasími. Baðherbergi með flísum á gólfi, snyrtileg innrétting með tengi fyrir þvottavél, flísalögð sturta, flísar á veggjum. Rúmgott hjónaherbergi,með fataskáp. Annað herbergið innaf stofunni, búið að opna að hluta inní stofuna. Björt og rúmgóð stofa með útgangi út á suður svalir.  Yfirbyggðar svalir með opnanlegum fögum. Eldhús með eikarinnréttingu og hvítsprautaðir efri skápar, flísar á milli efri og neðri skápa, borðkrókur. Gólfefni íbúðar: Parket á stofu og herbergjum, flísar á baðherbergi . Eigninni fylgir sérgeymsla með hillum. 

Snyrtileg sameign, tvær lyftur . Í sameign er salur á efstu hæð sem notaður er fyrir fundi og félagsstarf, einnig er hægt að fá hann leigðan fyrir eigendur til eigin nota. Góð og vel staðsett íbúð á eftirsóttum stað í Smárahverfi Kópavogs í nálægð við fjölbreytta þjónustu. Húsið hefur ávallt fengið gott viðhald og er í góðu standi.
Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Kristbjörn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma  6923000 eða ks@midbaer.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Miðbær fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Eignin er hluti af dánarbúi og þekkja því seljendur ekki ástand og gæði eignar frekar en hægt er að kynna sér í opinberum gögnum og við sjónskoðun. 
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr. gjaldskrá og kauptilboð.

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16