Grundarhús 10, 112

Verð 74,9
Stærð 126
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 593
Skráð 25.5.2023
Fjarlægt
Byggingarár 1990
mbl.is 1130088

Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali og RE/MAX kynna bjarta og rúmgóða 4-5 herbergja endaíbúð með sérinngangi við Grundarhús í Grafarvogi. Íbúðin sem er mikið endurnýjuð er á tveimur hæðum með rislofti sem mætti nýta sem fjórða svefnherbergið. Tvö sérmerkt bílastæði á sameiginlegu bílaplani. Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu skóla og leikskóla.

Eignin er skráð 126,3fm hjá FMR og skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, eldhús, þrjú rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottahús/geymslu og risloft.

SMELLTU HÉR og þú færð SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDIS​ 

Nánari lýsing, neðri hæð:
Forstofa: flísar á gólfi.
Hol: harðparket á gólfi, fataskápur.
Gestasnyrting: harðparket á gólfi, skápur.
Eldhús: harðparket á gólfi, bjart og rúmgott með tveimur gluggum, hvít háglans innrétting, spanhelluborð og sjálfhreinsandi ofn frá AEG, t.f. uppvottavél.
Stofa og borðstofa eru í opnu, björtu rými með útgengi á suður svalir, blómagluggi, hvítmálaður timburstigi upp á efri hæð, harðparket á gólfi..  
Þvottahús: inn af forstofu með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara, fataskápur með rennihurðum, gluggi, lakkað gólf.

Nánari lýsing, efri hæð:
Efri hæð er að hluta til undir súð og gólfflötur því stærri en skráning gefur til kynna.  
Hjónaherbergi: rúmgott og bjart með fataskáp, harðparket á gólfi.
Barnaherbergi I: harðparket á gólfi. 
Barnaherbergi II:  harðparket á gólfi. 
Baðherbergi: flísar á gólfi og hluta veggja, nýleg hvít innrétting, wc og vaskaskápur, baðkar, opnanlegur gluggi.
Risloft:  útdraganlegur stigi upp í rými með þakglugga sem er skráð sem geymsla en getur nýst sem fjórða svefnherbergið.

Eigninni fylgir hlutdeild í sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu á jarðhæð.

Hvítar sérsniðnar Plis-Sol gardínur úr Álnabæ í öllum gluggum, bæði á efri og neðri hæð. Meira myrkrunarefni í svefnherbergjum. Hvít sérsniðin Voal gluggatjöld úr Álnabæ í glugga í stofu og stigagangi.

Húsgjöld íbúðarinnar eru 12.000 kr á mánuði og er allur almennur rekstur innifalinn, allur hiti og rafmagn í sameign og húseigendatrygging. Fyrirhugaðar samþykktar framkvæmdir er undirbúningur umsóknar um framkvæmdir á svölum. 

Allar nánari upplýsingar veitir: Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali í síma  662-6163 eða bjarni@rmax.is

Um skoðunarskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. RE/MAX fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. 1.Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal. 3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. 4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá 69.900kr

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20