Ásakór 13, 203

Fjarlægð/Seld - Eignin var 1 dag á skrá

Verð 88,4
Stærð 138
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 639
Skráð 27.11.2023
Fjarlægt 29.11.2023
Byggingarár 2007
mbl.is

Hrönn Ingólfsdóttir lgfs.s: 692-3344, Björgvin Þór Rúnarsson lgfs. og Fasteignaland kynna í einkasölu: Mjög fallega og rúmgóða 4ra herbergja íbúð á 3ju hæð með stæði í bílageymslu  í góðu lyftuhúsi við Ásakór 13 í Kópavogi. Um er að ræða 4ra herbergja íbúð sem er skráð 138,4fm og þar af er geymsla skráð 6,2fm. Íbúðin skiptist þannig: Stórt alrými með eldhúsi og stofu, þrjú rúmgóð svefnherbergi, rúmgott baðherbergi, þvottaherbergi innan íbúðar og rúmgóða forstofu. Í sameign er sérgeymsla sem fylgir íbúðinni og sameiginleg hjóla og vagnageymsla. Einnig er sérmerkt stæði í bílakjallara. Þetta er mjög björt og falleg eign þar sem stutt er í Hörðuvallaskóla og leikskólana Kór, Baug og Austurkór. Öll þjónusta í hverfinu t.a.m Krónan, Nettó, íþróttaaðstaða í Kórnum og stutt er í útivistarperlurnar Guðmundarlund, Elliðavatn og Heiðmörk. Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar veitir Hrönn Ingólfsdóttir, löggiltur fasteignasali gsm 692-3344 eða hronn@fasteignaland.is.

Nánari lýsing eignar:
Forstofa: Komið er inn í rúmgóða forstofu með góðum fataskáp með rennihurðum og hurð aðskilur forstofu frá aðalrými.
Alrými: Eldhús, borðstofa og stofa eru í alrými. Stórir gluggar gera rýmið einstaklega bjart og opið.
Eldhús: Í eldhúsinu er falleg eikar innrétting með hvítri borðplötu og góðu skápaplássi. Opið er yfir í stofurýmið frá eldhúsinu. 
Stofa: stofan er mjög rúmgóð og björt og samliggjandi eldhúsi. Parket er á gólfi og útgengt út á suð/vestur svalir með fallegu útsýni.
Baðherbergi: Baðherbergið er mjög rúmgott með flísum á gólfi og veggjum. Baðkar er með sturtuaðstöðu. Hvít innrétting með dökkri borðplötu og góðu skápaplássi og fallegir upphengdir eikarskápar.. Handklæðaofn er á baðherberginu.
Svefnherbergi: Svefnherbergin eru þrjú, öll eru herbergin rúmgóð með parketi á gólfi og fallegum fataskápum með rennihurðum.
Þvottaherbergi: Þvottaherbergið er innan íbúðar með hvítri innréttingu með vaski og flísum á gólfi.
Geymsla: Sérgeymsla er í sameign sem er skráð 6,2 fm. einnig er sameiginleg hjóla og vagnageymsla í sameign.
Við sérmerkt bílastæði er hleðslustöð sem nýr eigandi getur tekið við.
þetta er virkilega björt og falleg íbúð í góðu lyftuhúsi með fallegu útsýni yfir Heiðmörkina og að Bláfjöllum. Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar veitir Hrönn Ingólfsdóttir, löggiltur fasteignasali gsm 692-3344 eða hronn@fasteignaland.is.

Fáðu frítt söluverðmat fyrir eignina þína hér og í s.692-3344.


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33