Furugrund 60, 200

Fjarlægð/Seld - Eignin var 40 daga á skrá

Verð 48,9
Stærð 85
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 573
Skráð 15.7.2021
Fjarlægt 24.8.2021
Byggingarár 1974
mbl.is

SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN.
Lind fasteignasala ehf kynnir eignina Furugrund 60, 200 Kópavogur, 
Furugrund 60 sem er falleg uppgerð 3-4 herbergja íbúð á efstu hæð í 2ja hæða snyrtilegu fjölbýli við Furugrund í Kópavogi.  Tvö góð svefnherbergi plús eitt 12,1 fermetra herbergi í kjallara, rúmgóð björt stofa, útgengt út á suðursvalir. Sérgeymsla, hjóla og kerrugeymsla í sameign. Stutt í alla helstu þjónustu og leikskóla.  Samkvæmt FMR er íbúð 85,3 fermetrar.  
Lóðin er afar snyrtileg.  Malbikað bílastæði fyrir framan húsið og tyrfð baklóð.

Nánari lýsing eignar:
Forstofu:  Rúmgóð með fatahengi og harðparket á gólfi.
Eldhús: Með nýlegri hvítri innréttingu með innbyggðri uppþvottavél og innbyggður ísskápur, harðparket á gólfi og góður borðkrókur.
Stofa og borðstofa:  Í opnu og björtu rými með harðparketi á gólfi og útgengt út á suðursvalir, trépallur á svalargólfi.
Baðherbergi: Flísalagt með rúmgóðum sturtuklefa, handklæðaofn og innréttingu, spegill fyrir ofan vask og skápur.
Barnaherbergi: Er rúmgott og bjart með harðparketi á gólfi
Hjónaherbergi: Rúmgott með fataskáp og harðparketi á gólfi.
Herbergi í kjallara: Er 12,1 fermetrar að stærð með glugga til norðurs og harðparketi á gólfi.
Sér geymsla er staðsett í kjallara.
Sameiginlegt þvottaherbergi: Er rúmgott og snyrtilegt með máluðu gólfi og gluggum til suðurs.
Hjóla- og vagnageymsla: Er rúmgott og snyrtilegt með máluðu gólfi og gluggum til suðurs.

Íbúðin var tekin í gegn 2016 og stigagangur 2018. Myndavéladyrasími og nýjar eldvarnahurðir inn í allar íbúðir.
Skóli og leikskóli hinum megin við götuna. Húsið er neðst í Fossvoginum, Kópavogs megin þar sem stutt er í góðar gönguleiðir, Snælandsskóla, Álfhólsskóla, leikskóla og íþróttasvæði.
Allar nánari upplýsingar veitir Sævar Bjarnason löggildingarnemi og iðnrekstrarfræðingur , í síma 844-1965, tölvupóstur saevar@fastlind.is.

-----------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila 
    Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23