Gullsmári 9, 201

Fjarlægð/Seld - Eignin var 1 dag á skrá

Verð 72,1
Stærð 104
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 691
Skráð 26.10.2022
Fjarlægt 28.10.2022
Byggingarár 1996
mbl.is

Fasteignasalan TORG kynnir: Falleg og björt þriggja herbergja íbúð á tíundu hæð með góðu útsýni við Gullsmára 9 í Kópavogi. Stærð eignar skiptist í 75,6 fm íbúð ásamt 28,8 fm bílskúr, alls 104,4 fm. Til viðbótar er ca 4 fm sér geymsla á fyrstu hæð sem er ekki inn í skráðum fermetrum. Íbúðin skiptisti í tvö svefnherbergi, stofu, elhús, búr, baðherbergi með þvottaaðstöðu, anddyri og geymslu á jarðhæð. Eignin er með yfirbyggðar svalir til suð-vesturs með fallegu útsýni. Innangengt er á jarðhæð í félagsheimili eldri borgara en þar er hægt að kaupa heitan mat og sækja ýmiskonar þjónustu og félagsstarf. Í sameign á efstu hæð er salur ætlaður fyrir félagsstarf og fundi en einnig er hægt að fá salinn leigðan fyrir eigendur til eigin nota. Eignin er eingöngu ætluð 60 ára og eldri. Allar nánari upplýsingar veitir Darri Örn Hilmarsson, löggiltur fasteignasali, í síma: 767-0000 eða með tölvupósti: darri@fstorg.is  

Nánari lýsing:
Komið er inn í anddyri með innbyggðum fataskápum. Baðherbergið er með sturtuklefa, handklæðaofni, salerni og ljósri innréttingu með handlaug. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara inn á baðherbergi. Svenfherbergin eru tvö, bæði með innbyggðum fataskápum. Stofan er opin og björt með útgengi út á yfirbyggðar svalir til suð-vesturs með fallegu útsýni. Eldhúsið er með ljósri viðarinnréttingu og góðum borðkrók, bakaraofni, helluborði og viftu. Gert er ráð fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu. Inn af eldhúsi er lítið búr/geymsla. Eigninni fylgir síðan 28,8 fm bílskúr með góðri lofhæð ásamt bílastæði fyrir framan bílskúrinn. Heitt og kalt vatn er í bílskúrnum.

Um húsið:  Innangengt er frá jarðhæð í Gullsmára, félagsheimili eldri borgara, en þar er hægt að kaupa heitan mat og sækja ýmiskonar þjónustu og félagsstarf. Gullsmári er í göngufæri við verslanir og þjónustu m.a. verslanamiðstöðina Smáralind og Heilsugæslu Kópavogs. Í sameign á efstu hæð er salur ætlaður fyrir félagsstarf og fundi en einnig er hægt að fá salinn leigðan fyrir eigendur til eigin nota. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30