Sunnusmári 2, 201

Fjarlægð/Seld - Eignin var 1 dag á skrá

Verð 72,5
Stærð 77
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 939
Skráð 2.3.2024
Fjarlægt 4.3.2024
Byggingarár 2021
mbl.is

Nýtt á skrá! Opið hús - Sunnusmári 2 Kópavogi - þriðjudaginn 5. mars klukkan 17:00 - 17:30

Frábærlega skipulögð íbúð


Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynna til sölu afar glæsilega og vandaða 77,2 fermetra 3ja herbergja íbúð á 2. hæð með sérstæði í lokuðum bílakjallara við Sunnusmára 2 í Kópavogi. Um er að ræða afar fallegt og nýlegt lyftuhús á besta stað miðsvæðis í Kópavogi. Góðar svalir sem snúa inn í bakgarð hússins og 5,0 fermetra geymsla í kjallara. Íbúðin er vönduð með fallegum innréttingum, kvartsteini á borðum og öllum eldhústækjum (m.a. innbyggðum kæliskáp með frysti og uppþvottavél). Gólfhiti er í allri íbúðinni og þvottaaðstaða inn af baðherbergi. Gott loftræstikerfi er fyrir hverja íbúð í húsinu ásamt mynddyrasíma. Gólfsíðir gluggar í stofu sem gefa alrými mikinn sjarma.

Nánari lýsing:

Forstofa/hol: Með harðparketi á gólfi og skápum.
Alrými: Er rúmgott og samanstendur af holi, eldhúsi og stofu.
Eldhús: Með harðparketi á gólfi, fallegri hvítri eldhúsinnréttingu með hlýlegum efri skápum í ljósum viðartón. Kvartsteinn á borðum og undirfelldur vaskur. Lýsing undir efri skápum. Stál Gorenje bakaraofn, Gorenje spansuðu helluborð, Gorenje innb. uppþvottavél og Gorenje innb. kæliskápur með frysti. 
Stofa: Er rúmgóð með harðparketi á gólfi. Rúmar vel setustofu og borðstofu. Gólfsíðir gluggar sem snúa inn í bakgarð. Útgengi á svalir frá stofu.
Svalir: Eru rúmgóðar og snúa inn í bakgarð. Gler svalahandrið.
Baðherbergi: Með flísum á gólfi og hluta veggja. Flísalögð sturta með glerþili og glerhurð (walk-in). Falleg innrétting við vask, kvartsteinn á borði og speglaskápur fyrir ofan. Upphengt salerni og handklæðaofn. Góð innrétting utan um þvottavél/þurrkara með góðu skápaplássi. Útloftun frá baðherbergi.
Hjónaherbergi: Með harðparketi á gólfi, skápum og glugga inn í bakgarð hússins.
Svefnherbergi II: Með harðparketi á gólfi, skápum og glugga inn í bakgarð hússins.

Bílastæði: Er sérmerkt í lokuðum bílakjallara. Hægt að vera með rafhleðslustöð.
Geymsla: Er staðsett í kjallara sem er 5,0 fermetrar að stærð.
Hjóla- og vagnageymsla: Er staðsett í sameign hússins.

Allar nánari upplýsingar veitir Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali í síma 849-0672 eða á netfanginu heimir@fastlind.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20