Norðurbrú 1, 210

Fjarlægð/Seld - Eignin var 14 daga á skrá

Verð 87,9
Stærð 125
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 703
Skráð 22.6.2023
Fjarlægt 7.7.2023
Byggingarár 2004
mbl.is

Ragnar Guðmundsson löggiltur fasteignasali hjá TORG fasteignasölu kynnir: Mjög björt og rúmgóð 3ja-4ra herbergja endaíbúð með stórum palli með hliði og sérmerktu stæði í lokaðri bílageymslu í Sjálandandshverfi Garðabæjar. Eignin er alls 125,1 fm. og þar af er sérgeymsla 8,9 fm. Gólfsíðir gluggar, eikarinnrétting, gott skápapláss og þvottaherbergi innan íbúðar. Göngufæri er í leik- og grunnskóla, baðströnd, Jónshús og veitingastað í hverfinu. Stutt er í Ásgarðslaug og verslanir, heilsugæslu, bókasafn og aðra helstu þjónustu á Garðatorgi. Fallegar gönguleiðir eru meðfram sjávarsíðuna og í Gálgahrauninu. Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar fasteignasali í GSM 844-6516 eða á ragnar@fstorg.is.

***Fyrirhugað fasteignamat fyrir árið 2024 er 90.550.000 kr. ***

Nánari lýsing:
Forstofa/anddyri: Komið er inn í rúmgott anddyri með flísum á gólfi og loftháum sexföldum sérsmíðuðum fataskápum frá Axis.
Eldhús: Eldhúsið er með eikarinnréttingu og loftháum skápum. Eyjan er með helluborði, góðu skúffuplássi og upphengdum stálháfi. Bakaraofn er í vinnuhæð, tengi fyrir uppþvottavél og flísar á gólfi. Borðkrókur er í eldhúsinu.
Stofa/Borðstofa: Bæði stofan og borðstofan eru bjartar og samliggjandi. Eikarparket á gólfi og gólfsíðir gluggar. Útgengt er á pall með hliði og skjólvegg frá borðstofu. Pallurinn snýr til suðurs og vesturs.
Baðherbergi: Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf. Eikarinnrétting, upphengt salerni og baðkar með sturtuaðstöðu.
Svefnherbergi: Herbergin eru tvö en möguleiki er á því þriðja. Bæði herbergin eru rúmgóð með eikarparketi á gólfi og góðum loftháum fataskápum.
Sjónvarpshol/herbergi: Innan af svefnherbergisgangi er gott rými með glugga og eikarparketi á gólfi. Auðvelt væri að breyta rýminu í þriðja svefnherbergið eða vera með sjónvarpshol eins og núverandi eigendur. 
Þvottaherbergi: Innan íbúðar er þvottaherbergi með flísum á gólfi, skolvaski og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymsla og sérmerkt bílastæði: Í sameign er sérgeymsla sem fylgir eigninni, sameiginleg hjóla og vagnageymsla ásamt sérmerktu bílastæði í lokaðri bílageymslu. ***Búið er að samþykkja að setja upp lagnaleiða fyrir rafhleðslustöðvum í bílakjallara. Hússjóður á fyrir þeirri framkvæmd.***

Þetta er rúmgóð og björt eign á góðum stað við sjávarsíðuna í Garðabæ. Góðar gönguleiðir eru meðfram sjónum og í Gálgahrauninu. Stutt er í leikskóla, grunnskóla, Jónshús, sundlaug Garðabæjar og alla aðra helstu þjónustu og verslanir á Garðatorgi. Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar fasteignasali í GSM 844-6516 eða ragnar@fstorg.is 

***Eignin er hluti af dánarbúi og hafa núverandi eigendur ekki búið í eigninni.***

Fáðu frítt söluverðmat fyrir eignina þína hér.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23