Suðurvör 11, 240

Fjarlægð/Seld - Eignin var 1 dag á skrá

Verð 64,9
Stærð 160
Tegund RaðPar
Verð per fm 405
Skráð 6.12.2022
Fjarlægt 8.12.2022
Byggingarár 1973
mbl.is

RE/MAX og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna, Suðurvör 11 fnr. 209-2375 


3D - SKOÐAÐU HÚSIÐ Í ÞRÍVÍDDARUPPTÖKU HÉR -  3D

FÁÐU SENT SÖLUYIRLIT YFIR EIGNINA HÉR.

Nánari lýsing:
Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá 160,2 fm og þar af er íbúðarhluti skráður 117,4 og bílskúr 42,8. Fermetrafjöldi hússins er líklega meiri þar sem forstofa sem var byggt yfir á sínum tíma er líklega ekki inni í þessum tölum. Húsið er byggt árið 1973 og er úr timbri en bílskúr er byggður árið 1995 en er ekki nýttur sem bílskúr í dag heldur herbergi, geymsla og þvottahús. Komið er inn í forstofu og er á hægri hönd geymsla og svo herbergi þar inn af sem getur nýst sem svefnherbergi eða vinnurými. Þar fyrir ofan er svo þvottahús og útgengt er á pall sem með potti sem snýr í austur. Þegar gengið er inn í íbúðarrýmið er forstofuherbergi á hægri hönd og svo tvö önnur svefnherbergi og er hjónaherbergi þar sem áður voru tvö minni svefnherbergi. Baðherbergi er í enda svefnherbergisgangs. Á vinstri hönd eru svo eldhús og stofa/borðstofa.

Aðkoma: Bomanite bílaplan með hitalögn undir fyrir framan húsið og að inngangi.

Forstofa: Flísalagt gólf. Góður fataskápur fyrir yfirhafnir. Gólfhiti.

Þvottahús: Flísar á gólfi og gólfhiti. Góð hvít innrétting og eru þvottavél og þurrkari í vinnuhæð í innréttingu. Sturta er í rýminu þar sem pottur er fyrir aftan þvottahús og því stutt að fara úr sturtu í pottinn.

Svefnherbergisgangur: Korkur á gólfi. Stórir og rúmgóðir fataskápar eru á ganginum. 

Svefnherbergi: Eru þrjú á svefnherbergisgangi en svo er eitt í rými sem var bílskúr. Korkur er á gólfum og inn af hjónaherbergi er fataherbergi.

Baðherbergi: Korkur á gólfi. Innrétting með ofanáliggjandi handlaug. Upphengt salerni. Sturta hússins er staðsett í þvottahúsi vegna nálægðar við heitan pott á austurlóð.

Stofa/borðstofa: Korkur á gólfi. Útgengt út á framlóð hússins sem snýr í vestur. Kamína er í stofu.

Eldhús: Rúmgóð innréting með keramic helluborði og Samsung bakaraofni. Flísalagt er á milli efri og neðri skápa. Uppþvottavél og kæli/frystiskápur fylgja með við sölu hússins. Korkur á gólfi.

Geymsla/herbergi: Er þar sem áður var bílskúr. Flísar á gólfi. Gluggi er á herberginu.

Lóð: Lóðin er skráð 724 fm og er ræktuð og falleg. Pallur með skjólveggjum er á austurhlið og þar er heitur pottur. Á framlóð sem snýr í vestur er hellulögð verönd með skjólvegg til norðurs. Geymsluskúr sem er 9,7 fermetrar er á lóðinni og er rafmagn í skúrnum, flúorljós í lofti og LED yfir vinnuborði, 10-12 innstungur á 10 amp öryggi. Slátturóbóti fylgir með í sölu hússins. 


Suðurvör 11 er einstaklega fallegt hús á góðum stað í enda botnlanga. Stutt í grunnskóla. Ný þriggja fasa rafmagnstafla er í húsinu, og tvær bílahleðslustöðvar við bílaplan. Lokað kerfi á miðstöð. Korkur á gólfum er vandaður og þolir vel bleytu.


Allar nánari upplýsingar veita Dagbjartur Willardsson lgf. í síma 861-7507 eða daddi@remax.is - 

Ég býð upp á frítt söluverðmat á þinni eign og veiti góða og lipra þjónustu. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasala Reykjavíkur því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43
Mynd 44