Stafn í Reykjadal, 641

Fjarlægð/Seld - Eignin var 104 daga á skrá

Verð 78,0
Stærð 4.785.572
Tegund Lóð/Jarðir
Verð per fm 0
Skráð 17.3.2023
Fjarlægt 30.6.2023
Byggingarár
mbl.is

EIGNAVER 460-6060

Stafn 1 þingeyjarsveit. 

Til sölu er jörðin Stafn 1 í Reykjadal, þingeyjarsveit.  451,1 hektara jörð, þar af 27 hektarar af ræktuðu landi, ásamt 239,2 fm. einbýlishúsi, 1.290,3 fm. af útihúsum og veiðihlunnindum í Reykjadalsá.  

Jörðin er staðsett að vestanverðu í Reykjadal og er lögbýlið syðst byggðra jarða í dalnum. Á jörðinni í dag er rekið fjárbú. 

Nánari lýsing:
Einbýlishúsið var upphaflega byggt árið 1938 og viðbygging síðar eða um 1965 og er samtals 239,2 fm. í dag.  í húsinu eru mörg herbergi.  Ágætar innréttingar og gólfefni eru á efri hæð hússins, en húseignin þarfnast lagfæringar sérstaklega eldri partur hússins. Gluggar og gler er lélegt. 
Útihúsin:
1) Bogaskemma/geymsla, byggð árið 1950, hluta til moldargólf og nýtist að hluta til sem geymsla í dag. 
2) Gott 113,5 fm. hesthús byggt árið 2003 sem tekur allt að 15 hesta.  Básar, stíur og hnakkageymsla. Áfast hesthúsinu er mjög fín 82,1 fm. hlaða byggð árið 1952 með góðri "bílskúrshurð" sem sett var árið 2005. Gott aðgengi fyrir t.d. heyrúllur ofl. 
3) Fjárhús. 432,0 fm. fjárhús með áburðarkjallara og getur tekið c.a. 400 ær. byggt árið 1978, gólfið endurnýjað árið 2014/2015. Áfast fjárhúsinu er 225 fm. hlaða byggð árið 1980. ( Búið er að hólfa niður í hlöðunni þannig að þar geta verið með allt að 100 kindur ) .
4) Refahús, nýtist í dag sem geymsla og að hluta til sem fjárhús, þegar þess er þörf. 

Annað:
- Stafn 1 er í c.a. 6 kílómetra fjarlægð frá þjóðvegi eitt og í 10 mín akstursfjarlægt frá þéttbýliskjarnanum að Laugum. Mokstur á þessum vegi er á vegum vegagerðar og sveitafélagsins. 
- c.a. 30 mín akstur til Húsavíkur og c.a. 40 mín til Akureyrar. 
- Jörðinni fylgir 1% hlutur í Reykjadslaá og veiðifélagi sem á veiðihúsið og er áin ásamt veiðihúsinu í útleigu.
- Frábært tækifæri fyrir t.d. hestafólk með möguleika á fjárbúskap og ferðaþjónustu. Ljósleiðari
- Ekki er innifalið í sölu jarðarinnar, bústofn, ærgildiskvóti, tæki og annað lausafé, en er til sölu sérstaklega. 

****   ATH: Eigandi jarðarinnar rekur fjárbú á jörðinni í dag og er bústofn, greiðslumark ( 408 ærgildi) ásamt tækjum og öðru lausum munum einnig til sölu ( ekki innifalið í sölu jarðarinnar ) .   Eftir sláturtíð í haust þá áætlar eigandinn að eftir munu standa c.a. 250 kindur.  Möguleiki á skiptum á ódýrari eigna á Akureyri.    ****

Jörðin er í einkasölu hjá Eignaveri og frekari upplýsingar veitir Arnar lgf. í síma 460-6060 eða arnar@eignaver.is
 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43
Mynd 44
Mynd 45
Mynd 46