Setbergsland 2/3, 210

Fjarlægð/Seld - Eignin var 1660 daga á skrá

Verð 1.350,0
Stærð
Tegund Lóð/Jarðir
Verð per fm
Skráð 16.6.2015
Fjarlægt 1.1.2020
Byggingarár 2015
mbl.is

EIGNAMIÐLU KYNNIR: SETBERGSLAND GARÐABÆ TIL SÖLU Nánari lýsing: Um er að ræða 82,6 ha land sem liggur norðan og austan megin við Urriðavatn gengt Urriðaholtinu og að bæjarmörkum Garðabæjar og Setbergslandsins í Hafnarfirði. Landinu hallar til norðurs og má telja að það sé heppilegt byggingarland. Landið er auðkennt hjá Þjóðskrá Íslands á eftirfarandi hátt: Land ?  Notkun ?                      Stærð ?            Staðgreinir 206847 ?           Jörð ?                38.3 ha ?           1300-1-99990020 206852 ?           Jörð ?                38.2 ha ?           1300-1-99990030 208506            Óútvísað land   6,09 ha            1300-1-99990100 Á landinu hefur verið hönnuð skipuleg byggð samkvæmt rammaskipulagi. Skipulagið hefur ekki verið samþykkt af byggingaryfirvöldum í Garðabæ. Aðalskipulag Garðabæjar 2004-2016 Í aðalskipulaginu er gert ráð fyrir að í Setberginu verði allt að 625 íbúðir.  Í nýjum íbúðahverfum er gert ráð fyrir að meðalþéttleiki verði tæplega 18 og er það hærra en í núverandi byggð en í samræmi við stefnu um aukna nýtingu byggingarlands. Meðalþéttleiki íbúðasvæða í bænum fullbyggðum verður þá um 13,2 en er nú 10,5. Deiliskipulag Urriðaholts Í Aðalskipulagi Garðabæjar 2004 - 2016 er mörkuð stefna um blandaða byggð í Urriðaholti með áherslu á samfélagsuppbyggingu, þétta, blandaða byggð og gott samspil byggðar við náttúru svæðisins. Eins og áður er getið er ekki búið að deiliskipuleggja Setbergslandið. Urriðaholtið hefur hins vegar verið deiluskipulagt og telja má líklegt að svipuð viðhorf verði ríkjandi þegar deiliskipulag verður samþykkt. Má því telja því líklegt að íbúðabyggð rísi á landinu í náinni framtíð. Einn helsti styrkur svæðisins er hið náttúrulega umhverfi sem umlykur svæðið með góðu útsýni til norðurs og austurs yfir hraunið, Vífilsstaðahlíð og Esjuna. Starfsfólk og gestir fyrirtækja geta nýtt sér stíga í Vífilsstaðahlíð og Heiðmörk og einnig golfvelli sem eru skammt undan til afþreyingar. Í aðalskipulaginu er mörkuð stefna um blandaða byggð í Urriðaholti þar sem áhersla verði á samfélagsuppbyggingu, þétta og blandaða byggð, gott samspil byggðar við náttúru svæðisins og gróður inni í byggð. Skipulagsdrög Á hinu metna svæði hafa verið gerð skipulagsdrög þar sem gert er ráð fyrir allt að 215 einbýlishúsum, 10 parhúsum, 44 raðhúsum (11 raðhúsalengjum), 88 íbúðum í 22 fjórbýlishúsum, 78 íbúðum í þrettán sexíbúða húsum og 151 íbúð í 11. hæða háum lyftublokkum sem eru 7 talsins.  Nánari upplýsingar veita: Kjartan Hallgeirsson lögg. fasteignasali 824-9093 – kjartan@eignamidlun.is, Guðlaugur Ingi Guðlaugsson sölumaður 864-5464 – gudlaugur@eignamidlun.is Eignamiðlun Síðumúla 21 - 108 Reykjavík - Sími 588-9090 - eignamidlun@eignamidlun.is Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. Fletta í fasteignalista