Ásakór 13, 203

Fjarlægð/Seld - Eignin var 15 daga á skrá

Verð 48,5
Stærð 108
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 449
Skráð 21.7.2018
Fjarlægt 5.8.2018
Byggingarár 2007
mbl.is

Íbúð 502 - Hjalti & Ásdís á bjöllu. 

Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:


Mjög falleg og björt 3ja herbergja, 107,9 fm íbúð á 5. hæð í góðu fjölbýlishúsi með lyftu við Ásakór í Kópavogi ásamt stæði í bílageymslu.

Nánari lýsing:
Komið inn í rúmgóða, flísalagða forstofu með góðum fataskáp með rennihurðum.
Eldhús: Hvít sprautulökkuð innrétting, stálháfur yfir helluborði, eikarparket.
Stofa/borðstofa: björt og rúmgóð, opin út í eitt við eldhúsið, eikarparket, gengið þaðan út á stórar flísalagðar suðaustur svalir.
Á gangi eru tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.
Hjónaherbergi: rúmgott, fataskápur með rennihruð, eikarparket. 
Barnaherbergi:  fataskápur, eikarparket.
Baðherbergi: Rúmgott, flísalagt í hólf og gólf, baðkar með sturtuaðstöðu, góðar innréttingar, handklæðaofn.
Þvottahús: innan íbúðar, hvít innrétting, flísar á gólfi.
Stór sér geymsla með glugga í sameign, ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Bílastæði: í bílageymslu fylgir íbúðinni.

Úr íbúðinni er fallegt útsýni allt til Bláfjalla og víðar og yfir Kjóavellina.
Í næsta nágrenni eru þrír leikskólar (Leikskólinn Baugur, Leikskólinn Kór og Leikskólinn Austurkór) og grunnskóli hinum megin við götuna.
Kórinn og stórt íþróttasvæði í göngufæri þar sem er mjög öflugt íþróttastarf (stutt í fimleikafélagið Gerplu sem er í nýja íþróttahúsinu við Vatnsendaskóla og einnig í Versölum við hliðina á Salalaug).
Stutt í alla verslun og þjónustu (Króna og Nettó í göngufæri) Bónus bæði við Smáralind og í Ögurhvarfi.
Örstutt í fallegt útivistarsvæði s.s. Guðmundarlund, Elliðavatn og fallegar gönguleiðir þar í grendinni og golfvöllur er rétt við húsið.

Húsið er nýlega málað og yfirfarið að utan, einnig gluggar ásamt því að bílskýli var tekið í gegn.  Sameign er mjög snyrtileg og vel umgengin og viðhald gott og allt umhverfi við húsið til fyrirmyndar. 

Hverfið er sérstaklega barnvænt og vel skipulagt, það þarf t.d. hvergi að fara yfir götur heldur eru undirgöng allstaðar.

Frábær eign, sem hentar ungu sem eldra fólki.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu hibyli@hibyli.is
Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 / ingibjorg@hibyli.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43
Mynd 44
Mynd 45
Mynd 46
Mynd 47
Mynd 48
Mynd 49