Sunnusmári 4, 201

Fjarlægð/Seld - Eignin var 7 daga á skrá

Verð 78,9
Stærð 86
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 913
Skráð 23.4.2024
Fjarlægt 1.5.2024
Byggingarár 2021
mbl.is

Hraunhamar kynnir: Sérlega glæsileg, ný vönduð og vel skipulögð 86,4 fm 3ja herbergja íbúð auk stæði í bílageymslu í nýjasta hluta Smárans í Kópavogi.
Húsið er glæsilegt, nýtt og vandað lyftuhús, klætt að utan með fallegri viðhaldsléttri klæðningu. 
Á þaki hússins eru líka óvenju flottar suður svalir/Terras í sameign,  (lyftan gengur þangað upp)  


Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent.

Íbúð 408 er 3ja herbergja á 4. hæð í lyftuhúsi með útsýni yfir stóran sameiginlegan garð og yfir til Kópavogskirkju á Kársnesi.
Íbúðin er nýmáluð í mildum brúnleitum jarðlit og með parketi og flísum á gólfi.
Vandað hefur verið til allrar smíði og tækja í íbúðinni.
Mynddyrasími og hitastýring eru m.a. tengjanlegar við farsíma.

Íbúðin skiptist upp í tvö rúmgóð svefnherbergi með fataskápum, baðherbergi með þvottaaðstöðu, forstofu og gott alrými.
7,5 fermetra sér geymsla með mikilli lofthæð er í kjallara.
Sér bílastæði er á palli C í bílastæðahúsi, skammt frá lyftu.
Glæsilegar þaksvalir á 7. hæð eru sameiginlegar með öðrum íbúðum í stigaganginum.
Þetta er vönduð, ný og glæsileg eign sem vert er að skoða.
 
201 Smári er nýtt borgarhverfi miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.

Hverfið umhverfis Smárann er orðið mjög rótgróið og býður upp á alla helstu þjónustu.
Þar er að finna leikskóla, skóla, fjölmargar verslanir og veitingahús.
Einnig eru íþróttamannvirki, heilsurækt og heilsugæsla innan seilingar.

Öll hönnun í 201 Smára er nútímaleg með þarfir þeirra kröfuhörðustu í huga.
Gangstéttar eru upphitaðar og hverfið tengist umhverfinu vel með göngu og hjólastígum.
Tengingar fyrir rafmagnsbíla eru í bílageymslum og víða í nágrenninu.
Deilibílaþjónusta er einnig staðsett í hverfinu.
Gert er ráð fyrir Borgarlínustöð við hverfið.

Góð leiksvæði og opnir garðar eru í hverfinu.
Nýjar sérverslanir og veitingahús munu opna í neðstu götu hverfisins, næst Smáralind.

Nánari uppl. gefa Helgi Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233 eða helgi@hraunhamar.is
og Glódís Helgad. lgf. s. 659-0510 glodis@hraunhamar.is

Hraunhamar er ein af elstu fasteignasölum landsins, stofnuð 1983 og fagnar því 40 ára afmæli á árinu 2023. 
Hraunhamar, í farabroddi í 40 ár. – Hraunhamar.is


Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.    Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2.    Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3.    Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4.    Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi

Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32