Lindargata 39, 101

Fjarlægð/Seld - Eignin var 7 daga á skrá

Verð 130,0
Stærð 90
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 1.441
Skráð 23.4.2024
Fjarlægt 1.5.2024
Byggingarár 2014
mbl.is

LIND fasteignasala kynnir glæsilega og bjarta þriggja herbergja, 90,2 fm útsýnisíbúð á 8. hæð í einstaklega snyrtilegu lyftuhúsi í Skuggahverfinu við Lindargötu 39, 101 Reykjavík. Aukin lofthæð og gólfsíðir gluggar með stórbrotnu útsýni yfir miðbæ Reykjavíkur, að Hallgrímskirkju og til fjalla. Vandaðar innréttingar með stein borðplötum í eldhúsi og á baðherbergi. Rúmgóðar suðursvalir og sér bílastæði í bílageymslu. Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu og iðandi mannlíf.

Eignin er skráð 90,2 fm, þar af er 7,4 fm geymsla og skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.

 
Allar nánari upplýsingar veita Gabríela Ýr Jónsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1992 eða gabriela@fastlind.is og Aníta Olsen Jóhannesdóttir, aðstoðarmaður fasteignasala í síma 615-1640 eða anita@fastlind.is

Nánari lýsing:
Forstofa er með innbyggðum fataskápum, parket á gólfi.
Stofa og borðstofa eru í opnu og björtu rými, parket á gólfi. Gólfsíðir gluggar með einstaklega fallegu útsýni yfir miðbæinn og útgengt út á rúmgóðar suðursvalir.
Eldhús með fallegum gólfsíðum útsýnisglugga. Vönduð viðarlituð innrétting, stein borðplötur, innbyggð AEG uppþvottavél, niðurfellt helluborð frá Miele og ofn í vinnuhæð frá Miele.
Svefnherbergi I er rúmgott og bjart með veglegum fataskápum sem þekja heilan vegg. Parket á gólfi og gólfsíður útsýnisgluggi.
Svefnherbergi II er rúmgott og bjart með gólfsíðum útsýnisglugga.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Falleg viðar innrétting, stein borðplata, speglaskápur, fyrir ofan innréttingu og baðkar með sturtuaðstöðu. Innbyggð blöndunartæki og sturtuhaus úr lofti.
Þvottahús með innréttingu og vaski, flísar á gólfi.
Svalir eru rúmgóðar 9,8 fm með einstöku útsýni yfir miðbæinn og Hallgrímskirkju.
Sérgeymsla telur 7,4 fm og er staðsett í kjallara hússins ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Sérmerkt bílastæði á góðum stað í efri bílakjallara við inngang að lyftuhúsi. Tenging fyrir bílahleðslustöð er komin að bílastæði, rafhleðslustöð fylgir ekki með.

Húsið er afar glæsilegt, einangrað með steinullareinangrun og klætt að utan. Alls eru 36 íbúðir í húsinu. Einstaklega falleg sameign.
 
Frábær staðsetning í miðbæ Reykjavíkur þar sem stutt er í iðandi mannlíf ásamt alla helstu þjónustu, verslanir, veitingastaði og afþreyingu.

Ath. að myndir eru að hluta til tölvuteiknaðar til viðmiðunar um stíliseringu.

Allar upplýsingar um eignina veita:
Gabríela Ýr Jónsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1992 / gabriela@fastlind.is
Aníta Olsen Jóhannesdóttir, aðstoðarmaður fasteignasala í síma 615-1640 / anita@fastlind.is

​​​​​​
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati, lögaðili greiðir 1,6%  
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali. 
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá. 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26