Skipholt 50, 105

Fjarlægð/Seld - Eignin var 34 daga á skrá

Verð 64,9
Stærð 79
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 817
Skráð 18.8.2023
Fjarlægt 22.9.2023
Byggingarár 1985
mbl.is

Jón Óskar Karlsson, löggiltur fasteignasali (s. 693 9258) og Landmark fasteignamiðlun kynna:

Vel staðsett íbúð miðsvæðis í Reykjavík við Skipholt 50a. Um er að ræða einstaklega rúmgóða 74,8fm. tveggja herbergja íbúð með aukinni lofthæð. Aðkoma og breidd hurða gera íbúðina hjólastólavæna.
Loft og veggir voru málaðir ásamt því að parket var pússað upp og borið á í byrjun árs 2023. Búið er að setja gólfhita í alla íbúðina.

Nánari lýsing:
Forstofa: Góð forstofa með stórum fataskápum, hjólastólaaðgengi inn í íbúð.
Eldhús: Rúmgott eldhús með góðu rými fyrir eldhúsborð andspænis eldhúsi. Innrétting með góðu skúffu- og skápaplássi og nýleg uppþvottavél. Helluborð og nýlegur ofn.
Stofa/borðstofa: Björt stofa í opnu rými, frá stofu er útengt út í garð.
Svefnherbergi: Svefnherbergi er innst í íbúðinni, inn af stofu.
Baðherbergi: Innrétting, salerni og sturtuklefi. Smekklegt sameiginlegt þvottahús er á hæðinni en í þvottahúsinu eru merkt pláss fyrir hverja íbúð og hver íbúð með sér inntak fyrir vatn og rafmagn við hverja vél.
Geymsla: Geymsla er innan íbúðar með tveimur góðum skápum, annar skápurinn er opinn en hinn með hurð. Innan geymslunnar er rafmagnstafla og tafla fyrir ljósleiðara.

Sameign er mjög rúmgóð með aukinni lofthæð. Sameiginleg hjólageymsla fylgir eigninni, tunnur eru fyrir utan húsið og er frágangur á því svæði snyrtilegur. Aðgengi að húsinu er gott og er hjólastólaaðgengi.

Búið er að sílanbera húsið að utan og gluggar voru málaðir að utan sumarið 2022.
Næg bílastæði við húsið. Íbúðin er vel staðsett; Bónus, bakarí, veitingastaðir o.fl. í sömu götu.

Allar nánari upplýsingar veitir:
Jón Óskar Karlsson
, löggiltur fasteignasali, í síma 693 9258 eða jonoskar@landmark.is


 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 74.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33