Kirkjusandur 1, 105

Fjarlægð/Seld - Eignin var 20 daga á skrá

Verð 72,9
Stærð 113
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 643
Skráð 31.1.2021
Fjarlægt 20.2.2021
Byggingarár 1996
mbl.is

Landmark fasteignamiðlun og Monika Hjálmtýsdóttir, lögg. fasteignasali kynna í einkasölu: Fallega þriggja herbergja 113,4 fm útsýnisíbúð á 4. hæð með stæði í lokuðum bílakjallara í vönduðu lyftuhúsi við Kirkjusand 1 í Reykjavík. Rafbílatenging er kominn inn í bílageymslu. Eigninni tilheyrir sér geymsla í kjallara og sameiginlegt þvottahús þriggja íbúða, staðsett á millipalli með sér tengi fyrir þvottavél. Svalir út frá stofu eru yfirbyggðar með svalalokun. Í kjallara er sameignleg hjólageymsla og líkamsrækt sem er innangeng úr bílageymslu. Starfandi er húsvörður fyrir Kirkjusand 1-5 og eiga allar eignir eignarhlut í húsvarðaríbúð merkt 01-0101 í sama hlutfalli og eign er í lóð. Einnig er í sameign rými sem leigt er undir snyrtistofu og rakna leigutekjur til húsfélagsins. Lóð umhverfis húsið er mjög snyrtileg og er þar púttvöllur.

Eignin skiptist í forstofu, geymslu/búr, hol, eldhús, borðstofu, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, geymslu (í kjallara) og stæði í bílakjallara. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.

Birt stærð íbúðar er 107,7 fm (merkt 01-0403) og geymslu er 5,7 fm (merkt 01-0018), samtals 113,4 fm skv. skráningu Þjóðskrá Íslands. 

Forstofa er með fataskáp.
Geymsla/búr er með áföstum hillum, parket á gólfi. 
Eldhús er með innréttingu með góðu skápa- og skúffurými, innbyggðum ísskáp og uppþvottavél, keramik helluborði og bakarofni í vinnuhæð, flísar á milli efri og neðri skápa, parket á gólfi.
Borðstofa er afar björt með glugga á tvo vegu og þaðan er glæsilegt útsýni út á sjóinn, parket á gólfi.
Stofa er rúmgóð og opin að holi/sjónvarpsholi, parket á gólfi. 
Yfirbyggðar svalir með svalalokun eru út frá stofu, svalalokun er áföst á annarri hliðinni og á hinni er opnanlegur gluggi, flísar á svalagólfi. 
Svefnherbergi 1 er rúmgott með einföldum fataskáp, parket á gólfi.
Svefnherbergi 2 er rúmgott með stórum fataskáp, parket á gólfi. 
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með salerni, baðinnréttingu, baðkari og vegghengdum skáp. 
Þvottaherbergi er í sameign sumra, staðsett á millipalli með sér tengi fyrir þvottavél.
Geymsla er staðett í kjallara með áföstum hillum.
Stæði í bílakjallara er nr. 18. Rafbílatengin er inn í bílakjallara, ekki er þó tengi komið í viðkomandi stæði.
Allar nánari upplýsingar veitir Monika Hjálmtýsdóttir, lögg. fasteignasali s: 823-2800, monika@landmark.is 


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26