Skólabraut 18, 300

Fjarlægð/Seld - Eignin var 16 daga á skrá

Verð 79,9
Stærð 180
Tegund Einbýli
Verð per fm 445
Skráð 9.4.2024
Fjarlægt 26.4.2024
Byggingarár 1924
mbl.is

Skólabraut 18, Akranesi - "Þórsmörk", sem er fallegt og mikið endurnýjað 179,6 fm. einbýlishús á tveimur hæðum, ásamt 21,0 fm. bílskúr, (húsið 158,6 fm.) á 420,8 fm. eignarlóð. Húsið stendur á móts við kirkjuna, stutt frá Akratorgi.  Húsið skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, baðherbergi, geymslu og kyndiklefa á neðri hæð.  Fallegur teppalagður stigi í "Grand Staircase"  umgjörð á milli hæða.  Á efri hæð er stigapallur með útgangi á tvennar nýjar steyptar svalir, gangur, fjögur svefnherbergi, fataherbergi og baðherbergi.

Húsið er allt einangrað og nýklætt að utan með vandaðri álklæðningu, skipt var um alla glugga og útihurðir og svalir steyptar upp að nýju.  Þá hafa öll gólfefni, eldhús, böð, innihurðir, (raf- og pípulagnir að stærstum hluta) verið endurnýjað.   Gólfhitakerfi sett á neðri hæð (nema kyndiklefa og geymslu).  Bílskúrinn var klæddur og einangraður að utan í sama stíl og húsið, lagt í hann nýtt rafmagn og klæddur að innan.  Ný innkeyrslu- og gönguhurð í bílskúr.   Allt þakjárn, þakkantur og rennur var endurnýjað 2018.
Nánari lýsing:  Komið er á flísalagt hol og af því er steyptur bogadreginn stigi á efri hæðina.  Baðherbergið er ný standsett, flísalagt, með walk in sturtu, innréttingu, handklæðaofni, vegghengdu wc. og þvottaaðstöðu.  Tveir gluggar á baðherbergi.  Stofan er parketlögð og opið er í eldhús sem er innaf stofunni.  Þar er stór hvít innrétting, flísar á milli skápa og borðkrókur. Einnig er hitakompa með skolvaski og geymsla  m hillum á neðri hæðinni.  Filmaðar rúður í hluta neðri hæðar.
Á efri hæð er parketlagður stigapallur/stigahol, með nýjum hurðum á tvennar svalir (suð-austur og suð-vestur svalir) sem eru nýjar, með álklæddum og ryðfríum handriðum.  Innaf stigapalli er gangur.  Af honum eru tvö rúmgóð parketlögð svefnherbergi, bæði með gluggum á tvær hliðar.  "Walk in" fataherbergi er innaf öðru þeirra.  Annað rúmgott parketlagt herbergi, einnig með gluggum á tvær hliðar.  Þá er eitt minna parketlagt herbergi á hæðinni sem hentar sem barnaherbergi/skrifstofa. Nýstandsett flísalögð snyrting, með innréttingu og glugga.
 
Steypt innkeyrsla að bílskúr með bílastæði.   Bílskúrinn er með rafmagni, góðri lýsingu og huraðaropnara.
Húsið var áður skráð sem tveir matshlutar, en var sameinað undir eitt fastanúmer og breytt í einbýlishús árið 2008. Það er nú uppteiknað í samræmi við nýtt fyrirkomulag og útlit.

-  Nýjir gluggar og útihurðir 2023-2024
-  Ný einangrað og klætt að utan m. vandaðri álklæðningu 2024
-  Tvennar nýjar steyptar svalir
-  Nýr gólfiti á neðri hæð
-  Ný gólfefni og innihurðir
-  Nýjar neysluvatnslagnir
-  Nýjar heitavatnslagnir að stærstum hluta
-  Stærstur hluti raflagna endurnýjað
-  Nýstandsett baðherbergi á báðum hæðum
-  Þakjárn, þakkantur og rennur 2018
-  Eignin er laus til afhendingar strax.

Allar nánari upplýsingar veitir Björn Þorri Viktorsson hrl. og lgf. bjorn@midborg.is eða í síma 894-7070.

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43
Mynd 44
Mynd 45