Vatnsstígur 20-22, 101

Fjarlægð/Seld - Eignin var 5 daga á skrá

Verð 78,9
Stærð 98
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 805
Skráð 10.8.2021
Fjarlægt 15.8.2021
Byggingarár 2015
mbl.is

Miklaborg kynnir: Glæsilega útsýnisíbúð á besta stað í Skugga með yfirbyggðum svölum. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Steinn á borðum í eldhúsi og á baði. Baðkar og sturta á baði. Sér þvottahús í íbúð með glugga. Sérlega vel skipulögð íbúð með rúmgóðu svefnherbergi og glæsilegu alrými þar sem sjávarútsýni er einstakt. Stæði í bílakallara fylgir ásamt geymslu. Gólfhiti, innfelld lýsing, gólfsíðir gluggar og steinn á borðum, parket er hvítbæsaður Hlynur. Fyrirhugað fasteignamat 2022 er 75.300.000.- BÓKIÐ SKOÐUN: Elín Alfreðsdóttir, lögg.fasteignasali í síma 899-3090 eða elin@miklaborg.is

Nánari lýsing: Rúmgóð tveggja herbergja, 98 fm íbúð á annarri hæð/miðhæð við Vatsstíg 20 með einstöku sjávarútsýni á besta stað í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin skiptist í anddyri, baðherbergi alrými með stofu/borðstofu og eldhúsi, svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu.  Eigninni fylgir stæði í bílakjallara. Gengið er inn í anddyri með góðu skápaplássi. Baðherbergi er innaf gangi með hvítrii innréttingu, speglaskápum og ljósri borðplötu úr stein. Baðkar og sturta á baði, innbyggð blöndunartæki og flísar á veggjum eru í mjúkum gráum lit. Þvottahús með glugga, hvít innrétting og vaskur. Rúmgott alrými með stofu/borðstofu og eldhúsi. Hvít innrétting með ljósri stein borðplötu á borðum. Niðurfellt Mile helluborð og Mile ofn. Innbyggð uppþvottavél. Gluggi á eldhúsi. Gengið er út á 7,5 fm yfirbyggðar svalir frá stofu. Svefnherbergi er rúmgott og með góðu skápaplássi. Partket er á allri íbúðinni fyrir utan baðherbergi og þvottahús, sem er flísalagt. Eigninni fylgir stæði í bílakjallara nr. B-55 og sér geymsla í sameign 10,9 fm.


Nálægðin við iðandi mannlíf miðborgarinnar setur Skuggahverfið í flokk eftirsóttustu hverfa borgarinnar. 
Menningin blómstrar í miðborginni og það að búa í göngufæri við leikhús, kvikmyndahús og tónlistarhús býður upp á einstaka möguleika. 
Fjölmörg kaffihús og fjölbreyttir veitingastaðir eru í næsta nágrenni. Frá Skuggahverfinu er stutt í margar helstu perlur miðborgarinnar; gömlu höfnina, tjörnina, Hljómskálagarðinn, Skólavörðuholtið og Austurvöll. 

Allar nánari upplýsingar veitir Elín Alfreðsdóttir, lögg.fasteignasali í síma 899-3090 eða elin@miklaborg.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25