Faxafen 10, 108

Fjarlægð/Seld - Eignin var 274 daga á skrá

Verð 490,0
Stærð 2.256
Tegund Atv.
Verð per fm 217
Skráð 30.5.2022
Fjarlægt 1.3.2023
Byggingarár 1987
mbl.is


Borg fasteignasala kynnir í einkasölu alla 2. hæðina í vel staðsettu húsi við Faxafen 10. Tveir inngangar eru upp á hæðina og er annar inngangurinn með sérútbúnu aðgengi (lyftu) fyrir hreyfihamlaða.  Í húsnæðinu var áður rekin skólastarfsemi og skiptist húsnæðið upp í 10 misstór rými sem öll hafa sitt eigið fastanúmer, alls 1.668,8 m2 ásamt opnu rými, alls 527,4 m2 sem er staðsett í miðju húsnæðinu og tveimur stigagöngum alls 60 m2. Samkvæmt skráningartöflu er heildarfermetrafjöldi eignar 2.256,2m². Húsnæðið er ekki VSK skylt og er laust til afhendingar við kaupsamning.

Bókið skoðun og fáið allar frekari upplýsingar hjá Heiðu í síma 779-1929  og á netfanginu heida@fastborg.is og hjá Einari Pálssyni í síma 857-8392 og á netfangið einar@fastborg.is

Nánari lýsing:

Til norðurs og suðurs eru tveir inngangar, hjólastólalyfta í suðurenda. 
Við aðalinngang í norður er afgreiðsla, eldhús, borðstofa og snyrtingar ásamt 3-4 skrifstofum/fundarherbergjum. 
Hringstigi er uppá rishæð þar sem eru þrjár stórar geymslur. 
Í suðurenda hússins er einnig móttaka, 4-5 skrifstofur, snyrtingar og hringstigi uppá risloft þar sem er eldhús, kaffistofa,geymslur og rými með þakgluggum.
Sprinkler kerfi er í húsnæðinu, dúkur á gólfum.  
Allir innveggir eru léttir timburveggir eða álprófíl veggir sem auðvelt er að breyta.
Loftræstikerfi er í húsnæðinu.
Húsnæðið býður upp á margþætta notkunarmöguleika.

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Borg fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8