Holtsvegur 25, 210

Fjarlægð/Seld - Eignin var 9 daga á skrá

Verð 48,8
Stærð 82
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 597
Skráð 13.2.2019
Fjarlægt 22.2.2019
Byggingarár 2014
mbl.is

** OPIÐ HÚS ÞRIÐJUDAG 19. FEB. KL 18.00 til 18.30 **  Fasteignasalan TORG kynnir:  Rúmgóð, björt og afar falleg 3ja herbergja íbúð á annarri hæð í lyftuhúsi. Kjörin fyrstukaupa eign. Kjörin dýravinaeign. Kjörin “sérbýliseign” með sérinngangi í fjölbýlishúsi, hvort heldur er fyrir unga sem aldna.  Góð staðsetning og skammt frá leik- og grunnskólanum, Urriðaholtsskóla.  Íbúðin tekur afar vel á móti og er hlýleg og snotur.  Sameign og stigagangur er rúmgóð og snyrtileg. Íbúðin nýtur þeirrar sérstöðu að hafa stóran, afgirtan sér afnotareit framan verandar og stofu á bílskýlisþaki 1. hæðar. Sömuleiðis hefur íbúðin sér inngang inn í íbúðina frá Hellagötu, af jarðhæð við bakhlið hússins. Þar eru einnig bílastæði. Inngangur og bílastæði eru líka við framhlið hússins, sem snýr að Holtsveginum.  Veiting upplýsinga og sýningu íbúðar annast Árni Ólafur, lgfs. s. 893 4416 eða arnilar@fstorg.is 

Nánari lýsing:  Inngangur inn í íbúðina er bæði frá Holtsvegi um stigagang gegnum húsið og einnig frá Hellagötu, sem liggur að bakhlið hússins. Þaðan er sér inngangur inn í íbúðina frá steyptum palli. Þegar inn er komið er forstofa með fataskáp og marmaraflísum á gólfi. Opið rými eldhúss og stofu tekur hlýlega á móti manni, enda afar bjart og vistlega skipulagt. Gólf rýmisins eru lögð harðparketi með hvíttaðri viðaráferð í plankaformi.
Eldhúsið: Innréttingin er háglans með innbyggðri uppþvottavél og tvöföldum, hvítum ísskáp, sem fylgja með í kaupunum. Milli borðs og veggskápa og ofan þeirra eru marmaraflísar á veggnum.  Stór eldunar-eyja, sem jafnfram er matborð skilur eldhúsið frá stofurýminu og geta fimm fullorðnir auðveldlega matast þar við borðið. Hangandi loftljós yfir eyjunni fylgja og einnig kringlóttu loftjósin í íbúðinni.
Stofan: Stofan er björt og opin með útgengi út á hellulagðan verandarpall, sem er hluti af stóru sérafnotasvæði íbúðarinnar á þaki bílskýlis hússins. Aðalaðkoman að svæðinu er í gegnum íbúðina og eiga því aðrir ekki erindi um svæðið, en íbúar þeirra þriggja íbúða, sem að því liggja, hver íbúð með sinn hluta svæðisins. Hluti þess er lagt túnþökum, þ.e. næst hellunum, en möl er yst við þakkantinn.  
Hjónaherbergið: Stórt og rúmgott með sex eininga fataskápum á eina hliðina.
Barnaherbergið: Það er ágætlega rúmgott með veggfestum fataskáp.
Bað- og þvottaherbergi: Herbergið er innréttað bæði til að gegna hlutverki baðherbergis og þvottaherbergis og er það leyst á prýðilegan hátt. Baðkar, vegghengt klósett og viðarinnrétting auk þvottavélar og þurrkara rúmast þar ágætlega.
 
Til athugunar: Þessi íbúð býr yfir mörgum fágætum kostum, sem vert er að gefa gaum að og stuttlega er vikið að hér að framan. Sérinngangur á jarðhæð með stórum sérafnotareit eru kostir, sem margir kunna að meta. Til að átta sig á gæðum íbúðarinnar, er nauðsynlegt að skoða hana. Sýni eftir óskum, hringdu í Árna Ólaf, lgfs, í s. 893 4416 eða sendu póst á arnilar@fstorg.is og við komum okkur saman um tíma.
 
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald vegna kaupsamnings er 0.8% en 0.4% við fyrstu kaup og 1,6 % ef lögaðili á í hlut, af fasteignamati.  2. Þinglýsingargjald kr. 2.500.- kr. af hverju skjali. 3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá lánastofnunar. 4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 65.000. - með vsk.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41