Kötlufell 11, 111

Fjarlægð/Seld - Eignin var 38 daga á skrá

Verð 30,5
Stærð 81
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 377
Skráð 17.10.2017
Fjarlægt 24.11.2017
Byggingarár 1974
mbl.is

EIGNIN ER SELD OG ER Í GREIÐSLUMATSFERLI.


450 fasteignasala kynnir í einkasölu fallega og vel skipulagða þriggja herbergja íbúð á 3 hæð í góðu fjölbýlishúsi, vel staðsettu með fallegu útsýni yfir Elliðaárdalinn.
Húsið er allt klætt að utan með vandaðri stálklæðningu. Gluggar eru allir endurnýjaðir og gler. Svalir sem snúa í vestur eru yfirbyggðar með svalaopnun. Ný hurð er inní íbúðina. (eldvarnarhurð. Nýbúið er að setja nýtt járn og pappi á þakið. Fyrirhugað er að mála sameign að innan og skipta um teppi á henni. Seljandi greiðir þann kostnað.  Eignin er skráð 80.9 fm hjá FMR.
Húsið er mjög viðhaldslétt að utan.

Íbúðin skiptist sem hér segir.
Barnaherbergi með skáp.
Hjónaherbergi með skáp.
Eldhús með fallegri hvítri innréttingu og borðkrók.
Baðherbergi sem er sérlega fallegt og hefur allt verið endurnýjað og flísalagt í hólf og gólf með nýjum tækjum, innrétting á baði.
Stofa rúmgóð með útgengi út á svalir í vestur sem eru yfirbyggðar og hægt að opna með svalaopnun.
Mjög góður línolium dúkur er á gólfum. 
Íbúðin var öll máluð að innan af málara fyrir um einu ári síðan og lítur mjög vel út.
Á fyrstu hæðinni er sérgeymsla, sameiginlegt þvottahús sem og sameiginleg hjóla og vagnageymsla.
Hússjóður er kr. 15.500 á mánuði. 


Framkvæmdir.
Nýbúið er að skipta um járn og pappa á þaki. Framundan er að skipta um teppi á sameign að innan og mála stigagang. Greiðir seljandi þann kostnað. Búið er að skipta um hurð inní íbúðina og setja þar vandaða eldvarnarhurð. 


Þetta er falleg og velumgengin íbúð á einum besta stað í Breiðholti. Stutt er í skóla, sundlaug Breiðholts sem og alla þjónustu. Fallegt útsýni yfir Elliðadalinn og stutt í fallegar gönguleiðir.

Íbúðin getur verið laus fljótlega.

Upplýsingar um eignina veita Bárður H Tryggvason í s-896-5221 eða á bardu@450.is eða Erlendur Davíðsson í s-450-0000 eða á erlendur@450.is

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29