Engihjalli 9, 200

Fjarlægð/Seld - Eignin var 19 daga á skrá

Verð 44,9
Stærð 62
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 722
Skráð 20.4.2024
Fjarlægt 10.5.2024
Byggingarár 1978
mbl.is

Hús fasteignasala og Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu. Engihjalli 9 Kópavogi. Tveggja herbergja íbúð á níundu hæð, 62,2 fm auk sérgeymslu sem er ekki í skráðum fm.
Laus til afhendingar 1 júlí.


Á síðustu árum hafa staðið yfir framkvæmdir á sameign hússins að utanverðu og líkur fjórða og síðasta áfanga í sumar og greiðist hlutur íbúðarinnar í framkvæmdum að fullu af seljanda. Framkvæmdir hafa verið múrviðgerðir, háþrýstiþvottur, málun, nýtt þakjárn, endurbætur á svölum, svalahandriðum og á sameign. Jafnframt verður skipt um rúðu í eldhúsglugga íbúðarinnar. Ath að framkvæmdir á sameign eru núna í gangi beint fyrir utan íbúðina.

Nánari lýsing. Opin forstofa, hol. Stofa. Útgengt á norðvestur svalir með miklu útsýni. Svalir eru meðfram allri íbúðinni. Eldhús með upprunalegri innréttingu. Nýleg eldavél/ofn. Ísskápur getur fylgt. Lítil uppþvottavél á borði getur fylgt. Ágætt eikarparket á gólfi.
Svefnherbergi með dúk á gólfi. Fataskápur. Baðherbergi með innréttingu og baðkari með sturtuaðstöðu. Nýjir miðstöðvarofnar eru í íbúðinni. Sameiginlegt þvottahús er á stigagangi rétt fyrir framan íbúðina.
Sérgeymsla í kjallara ca 4-5 fm. Hjóla og vagnageymsla í sameign. Á efstu hæð er sameignarrými þar sem hægt er að vera með frystiskápa.

Fallegt útsýni út á Reykjanesið og til norðurs. Sól er komin á svalirnar um miðjan daginn að sögn seljanda.

Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson, löggiltur fasteignasali s. 8648090 eða snorri@husfasteign.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.

1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.


 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24