Lautasmári 6, 201

Fjarlægð/Seld - Eignin var 21 dag á skrá

Verð 69,9
Stærð 109
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 642
Skráð 8.2.2024
Fjarlægt 1.3.2024
Byggingarár 1997
mbl.is

LIND fasteignasala og Helga Pálsdóttir löggiltur fasteignasali kynna fallega og vel skipulagða þriggja herbergja íbúð á 3. hæð (efstu) að Lautasmára 6 í Kópavogi með útgengi út á svalir til suðurs. Stæði fylgir í læstri bílageymslu. Göngufæri er í leikskóla og grunnskóla, íþróttafélag og ýmsa þjónustu og verslanir í Smáralind og Smáratorgi. Einnig göngufæri í útivistarsvæði í Kópavogsdalnum.

Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi, geymslu og bílageymslu. Birt flatarmál íbúðar er 93,4 m2 og bílskýli 15,5 m2.


Nánari lýsing:
Forstofa er inn af snyrtilegri sameign , innan íbúðar er nýlegt parket (2018) sem flæðir um flest rými íbúðar. Forstofuskápur er innfelldur með speglahurðum.
Eldhús er með nýlegum ofni, spanhelluborði og háfi. Hvít innrétting á tveimur veggjum. Ljósar mósaíkflísar á milli efri og neðri skápa. Borðplata er nýleg. Gott pláss fyrir eldhúsborð.
Þvottahús er inn af eldhúsi. Innrétting með skápum og vaski í borðplötu. Ljósar flísar á gólfi.
Stofa er björt með útgengi út á rúmgóðar suðursvalir.
Hjónaherbergið er rúmgott og með fataskápum.
Barnaherbergi er rúmgott og með fataskáp.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með ljósum flísum. Baðkar, sturtuklefi, salerni, skápar og borð við handlaug.

Bílastæði í lokaðri bílageymslu þar sem búið að að setja upp sér hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla.
Geymsla (6m2) er sér í kjallara.
Hjóla- og vagnageymsla er í sameign í kjallara.

Fyrir nokkrum árum voru innihurðar og parket endurnýjað og settar upp sérsniðnar strimlagardínur.
Lóð er sameiginleg með Lautasmára 2-28 (84 íbúðir). Leiksvæði á lóð.

Allar upplýsingar um eignina veitir Helga Pálsdóttir fasteignasali í síma 822-2123 eða helga@fastlind.is 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29