Hálsasel 45, 109

Fjarlægð/Seld - Eignin var 6 daga á skrá

Verð 115,0
Stærð 210
Tegund Einbýli
Verð per fm 547
Skráð 18.11.2022
Fjarlægt 25.11.2022
Byggingarár 1979
mbl.is

LANDMARK fasteignamiðlun og Þórey Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala kynna í einkasölu vel skipulagt 2ja hæða einbýli með bílskúr á grónum stað í Seljahverfinu í Breiðholti. Fallegur arinn og aukin lofthæð. Rúmgott fjölskylduhús og einkar glæsileg lóð, hönnuð af Stanislav Bohic með stórum pöllum og heitum potti. Frábært staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, skóla og leikskóla. Eignin er laus til afhendingar í janúar / febrúar 2023.

Birt stærð eignar er 210,3 fm samkvæmt þjóðskrá Íslands og skiptist eignin í forstofu, stofu og borðstofu, eldhús, sjónvarpherbergi / fjölskyldurými, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús og bílskúr. Hægt að bæta við svefnherbergjum með auðveldum hætti.

Nánari lýsing, neðri hæð (102,6 fm)

Forstofa, flísalögð með góðum fataskápum.
Stofa og borðstofa með fallegum arni, einkar björt og rúmgóð, útgengt í garð á stóra timburverönd.
Eldhús með hvítri innréttingu og miklu skápaplássi, límtrés borðplata. Gashelluborð og vifta, bakaraofn í vinnuhæð, tengi fyrir uppþvottavél og flísar á gólfi.
Þvottahús, rúmgott með innréttingu og skolvask, lakkað gólf og útgengt í garð
Gestasalerni með salerni og handlaug, flísar á gólfi.

Nánari lýsing, efri hæð (82,2 fm)
Sjónvarpsherbergi / fjölskyldurými, parket á gólfi og útgengt á sv-svalir.
Hjónaherbergi með fataskápum, parket á gólfi.
Barnaherbergi I með fataskáp, parket á gólfi.
Barnaherbergi II með fataskáp, parket á gólfi.
Barnaherbergi III með parket á gólfi.
Baðherbergi rúmgott með eldri innréttingu, salerni, baðkari og sturtu. 

Bílskúr (25,5 fm) með hita og rafmagni. Gott bílaplan, 3ja fasa rafmagn og bílahleðslustöð sem fylgir.

Allar frekari upplýsingar veitir Þórey Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali / B.Sc. í viðskiptafræði í síma 663 2300 - thorey@landmark.is.
 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43