Lautasmári 1, 201

Fjarlægð/Seld - Eignin var 8 daga á skrá

Verð 41,5
Stærð 95
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 436
Skráð 17.1.2017
Fjarlægt 25.1.2017
Byggingarár 1998
mbl.is

ATH.  ÁÐUR AUGLÝST OPIÐ HÚS Á MÁNUDAGINN 23.JANÚAR KL.17.30-18.00   FELLUR NIÐUR.  OPIÐ HÚS VERÐUR AUGLÝST NÁNAR SÍÐAR.

Stakfell S: 535-1000 kynnir í einkasölu: Falleg 95,1 fm. þriggja herbergja íbúð á 10.hæð í Lautarsmára 1. Íbúðin er í vönduðu 11 hæða fjölbýlishúsi á eftirsóttum stað í smárahverfinu í Kópavogi.  Stórar suðaustur svalir með miklu útsýni.  Íbúðin er vel skipulögð og skiptist í forstofu, hol, baðherbergi, eldhús, þvottahús, stofu, hjónaherbergi og barnaherbergi.

Allar nánari upplýsingar veitir Edwin Árnason í síma: 893 2121  eða edwin@stakfell.is


Nánari lýsing:
Komið er inn í forstofu með góðum fataskáp og náttúruflísum á gólfi, frá forstofu er komið inn í gott hol.  Frá holi er barnaherbergi með fataskáp.  Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf og með fallegri innréttingu, upphengdu salerni og nýlegum sturtuklefa. Eldhúsið er rúmgott og með fallegum innréttingum með góðu skápa og vinnuplássi, flísar eru milli borða og veggja, einnig er góður borðkrókur með miklu útsýni til austurs.  Góð og björt stofa með stórum suðurgluggum og út gengi út á suðaustur svalir.  Mikið og flott útsýni er af svölunum. Þvottahús er með flísum á gólfi og skolvask.
Íbúðin er með nýlegu eikarparketi á gólfum, sem sett var 2013, fyrir utan baðherbergi, þvottahús og forstofu, en þar eru gólf flísalögð.  Nýlegt spanhelluborð, uppþvottavél og vaskur eru í eldhúsi. Einnig eru nýlegur sturtuklefi og handlaug í baðherbergi.

Ljósleiðari er kominn í húsið.  Hjólageymsla og sérgeymsla í kjallara og snjóbræðsla í stéttum fyrir framan húsið.

Viðhald hússins hefur verið mjög gott og sameign vel umgengin.  Ytra byrði hússins var yfirfarið og málað árið 2014,  þá  voru gluggar og gler einnig yfirfarin og skipt um það sem þurfti.  Ofnakerfi hússins var tekið í gegn 2016 og skolað úr lögnum, settur var forhitari á lokað ofnakerfi og einnig var skipt um alla ofna í húsinu bæði í íbúðum og sameign.  Svalagólf var síðan málað 2015.

Nánari upplýsingar veita sölumenn Stakfells í síma: 535 1003.  Sölumenn Stakfells sýna eignina.

Kostnaður kaupanda vegna kaupa:  Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga  er  0,8%  og lögaðila  1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum,  oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.000 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35