Óðinsgata 11, 101

Verð 104,9
Stærð 153
Tegund RaðPar
Verð per fm 686
Skráð 19.4.2024
Fjarlægt
Byggingarár 1918
mbl.is 1252900

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega fallegt og vel skipulagt 153,0 fermetra, 8 herbergja parhús á þremur hæðum á góðum stað í Þingholtunum. 
Eignin stendur á 365,0 fermetra lóð sem er afgirt með hellulögðum stéttum, bílastæðum og tyrfðri flöt og er sameiginleg með öðrum eignarhlutum hússins.   

Eignin hefur verið þó nokkuð endurnýjuð í gegnum árin, m.a. var skipt um klóaklagnir undir húsi og út í götu fyrir um 15 árum síðan, ofnalagnir hafa verið endurnýjaðar, ofnar, raflagnir og rafmagnstafla o.fl. 
Gler og gluggar hafa verið endurnýjuð fyrir um 30 árum.


Lýsing eignar:

Jarðhæð eignarinnar er 57,1 fermetri að stærð og skiptist þannig:

Forstofa, lakkað gólf og fatahengi.
Gestasnyrting, með glugga, dúklagt.
Borðstofa, parketlögð og rúmgóð.
Eldhús, korklagt og með glugga til austurs. Hvítar + beykiinnréttingar með flísum á milli skápa og tengi fyrir uppþvottavél.
Setustofa, stór, parketlögð og með gluggum til vesturs.

Gengið er upp á efri hæð hússins, sem er 56,0 fermetrar að stærð, um hringstiga með viðarþrepum úr forstofu neðri hæðar og skiptist hún þannig:

Stigapallur, dúklagður.
Baðherbergi, dúklagt gólf og veggir, og sturtuklefi.
Barnaherbergi, furugólfborð, lausir skápar og gluggi til austurs.
Barnaherbergi II, innaf fremra herbergi er parketlagt og með gluggum til vesturs.
Setustofa, furugólfborð og stigi þaðan upp í ris.
Barnaherbergi III, furugólfborð, lausir skápar og gluggi til vesturs.

Gengið er upp á efstu hæð hússins / ris um viðarstiga. Hæðin sem mælist 39,9 fermetrar að stærð skiptist þannig:

Stigapallur, linoleumdúklagður og með ofanbirtu.
Vinnuherbergi, opið við stigapall, linoleumdúklag.
Hjónaherbergi, mjög stórt, linoleumdúklagt og með tveimur þakgluggum. Miklir súðarskápar og góð lofthæð. 
Geymsla, linoleumdúklögð og með hillum og úr geymslu er opið inn á geymsluloft yfir hluta rishæðar.
Baðherbergi, stórt og með glugga, linoleumdúklagt gólf, baðkar og tengi fyrir þvottavél.

Húsið að utan virðist vera í góðu ástandi en athuga má með að mála það.  Þakjárn, þakrennur og niðurföll virðast vera í góðu ástandi. Skipt hefur verið um gler og glugga í húsinu fyrir um 30 árum síðan og virðast þeir vera í góðu ástandi, en tvöfalt gler er í öllum gluggum utan þakglugga.

Lóðin er 365,0 fermetra eignarlóð sem er í sameign þessa húss og þriggja íbúða í sambyggðu húsi.  Lóðin er afgirt með hellulögðum stéttum og tyrfðri flöt.

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á rólegum stað í miðborginni við hið nýendurnýjaða Freyjutorg.

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26