Bræðraborgarstígur 38, 101

Fjarlægð/Seld - Eignin var 11 dag á skrá

Verð 125,0
Stærð 188
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 665
Skráð 20.1.2023
Fjarlægt 1.2.2023
Byggingarár 1975
mbl.is

101 Reykjavík Fasteignasala kynnir í einkasölu: Einkar vel staðsetta hæð með mikla möguleika ásamt aukaíbúð í kjallara sem er með sérinngangi. Tvöfaldur bílskúr með sjálvirkum hurðum og pláss þar fyrir tvo bíla. Miðbærinn, Grandi,  Íþróttasvæði KR, skólar og leikskólar í göngufæri.

Lýsing eignar:
Aðalhæð: Komið er inn í rúmgott parketlagt opið forstofurými, forstofuskápur á hægri hönd ásamt skenk með skápum, spegli þar fyrir ofan og lýsingu.
Stofa/borðstofa einkar bjart, parketlagt, samliggjandi rými með útgengi út á svalir með útsýni að nærumhverfi. Stórir gluggar prýða stofu og borðstofu.
Eldhús aðskilið með léttum vegg frá stofu þannig það er auðvelt að opna og gera að opnu rými eldhúss, stofu og borðstofu. Innrétting upprunaleg, sérsmíðaður gegnheill viður í innréttingu. Nett barborð innan eldhúss, efri og neðri skápar ásamt skúffum, eldavél, ísskápur og uppþvottavél. Ísskápur og uppþvottavél fylgja með í kaupum og tekið við í því ástandi sem tæki eru í.
Baðherbergi mjög rúmgott flísalagt gólf og veggir, er í upprunalegum vönduðum stíl og sérsmíðað á sínum tíma, rúmgóð baðinnrétting með góðu skápa og borðplássi, tvær handlaugar, spegill og lýsing þar fyrir ofan, baðkar og góð sturtuaðstaða.
Hjónaherbergi er við hlið baðherbergis og er innangengt frá baðherbergi að hjónaherbergi. Hjónaherbergi parketlagt og með rúmgóðum skáp.
Svefnherbergi er við miðrými rúmgott, bjart og parketlagt.
Svefnherbergi, innangengt af gangi við inngang íbúðar. (Möguleiki gæti verið að gera huraðarop inn í miðrými aðalhæðar frá herbergi).
Geymsla er í kjallara, þar er tenging fyrir þvottavél, nettir skápar á vegg.

Aukaíbúð í kjallara lýsing: Komið er að sérinnangi aukaíbúðar vestanmegin við húseign.
Komið er inn í opið rúmgott rými stofu, léttur veggur stúkar af hurð við inngang að stofu.
Svefnherbergi er dúklagt og með skáp, mjög rúmgott með glugga á tvo vegu.
Eldhús dúklagt, innrétting með góðu skápaplássi, eldavél og uppþvottavél.
Baðherbergi innrétting nett með skáp og handlaug á borði, speglaskápur þar fyrir ofan, salerni við hlið innréttingar, veggur stúkar af flísalagða opna sturtu. Tenging er fyrir þvottavél á baðherbergi. (Inntak hússins með kvöð um aðgengi er á vegg undir glugga á baðherbergi).

Bílskúr tvöfaldur með tveimur sjálvirkum hurðum, vaskur, niðurfall, heitt og kalt vatn, innrétting með góðu borðplássi, skúffum og skápum, rafmagnstenglar á vegg við borð og á vegg vinstra megin í bílskúr. Útgengi í enda um hurð að plani sem liggur að íbúðum.

Ekki er formlegt húsfélag starfandi í húseign.
Neysluvatnslagnir fóðraðar 2004
Skólplagnir endurnýjaðar frá kjallaragólfi út í götu.

Allar upplýsingar veita: Björg Kristín Sigþórsdóttir s.771-5501 bjorgkristin@101.is og Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. s.820-8101 kristin@101.is
Bókið skoðun á bjorgkristin@101.is eða í síma 771-5501. Hægt er að bóka einkaskoðun og skoðun fyrir opið hús.


Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
1. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.500,-
2. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 69.500,- með vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv. 





 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23