Álfkonuhvarf 55, 203

Fjarlægð/Seld - Eignin var 7 daga á skrá

Verð 86,9
Stærð 128
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 681
Skráð 2.5.2024
Fjarlægt 10.5.2024
Byggingarár 2005
mbl.is

Guðrún Antonsdóttir fasteignasali og Lind fasteignasala kynna fallega 4ra herbergja íbúð á 4.hæð  (efstu hæð) í góðu lyftu húsi byggt af BYGG. Sér bílastæði í lokuðum bílakjallara með tengi fyrir rafhleðslu.

Eignin skiptist í: Forstofu, hol, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu. Auk bílastæðis í bílakjallara.

Nánari lýsing:
 
Forstofa með fataskáp og flísum á gólfi.
Eldhús með fallegri ljósri innréttingu með efri og neðri skápum, bakaraofn í vinnuhæð og tengi fyrir uppþvottavél. Keramik helluborð og frístandandi háfur. 
Stofan er rúmgóð og opin inn í eldhús. Eikarparket á gólfi. Gengið er út á svalir frá stofu sem snúa í suður vestur.
Svefnherbergin er þjú með fataskápum og parketi á gólfi. Öll rúmgíð, eitt mjög stórt. 
Baðherbergið er með innréttingu undir handlaug, baðkari, upphengdu salerni, handklæðaofni. Flísum á gólfi og veggjum að mestu..
Þvottahús er innan íbúðarinnar með flísum á gólfi. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara. 
Sérgeymsla í smeign

Bílasæði B10 í lokuðu bílastæðahúsi. með tengi fyrir rafhleðslu.
Hjóla- og vagnageymsla: sameiginleg í kjallara.
 
Farið var í framkvæmdir á húsinu árið 2023, m.a. voru allir gluggar hússins þéttir, húsið háþrýstiþvegið, múrskemmdir lagaðar, gluggakantar og vatnbretti filtuð, húsið sílanborið og allir sléttir veggir málaðir og undir svölum og svalainngöngum.  Framkvæmdum er ekki alveg lokið en verða að fullu greiddar af seljanda.

Almennt hefur verið gott viðhald og samvinna um rekstur húsfélags, innifalið í húsgjöldum er almennur rekstur, hiti á íbúð, rafmagn í sameign, húseigandatrygging, þrif sameignar og framkvæmdasjóður.
 
Samkvæmt fasteignamati ríkissins er íbúð á hæð skráð 113,5 fm og  geymsla í kjallara skráð 14,2 fm samtals 127,7 fm, ásamt sameignarrými í kjallara, þvottahús o.fl

Virkilega björt og falleg íbúð á eftirsóttum stað.  Stutt í skóla, leikskóla, verslun, líkamrækt og fleira.

Frekari upplýsingar veitir Guðrún Antonsdóttir fasteignasali í síma 621-2020 eða á gudrun@fastlind.is
 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lind fasteignsala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali metur eignina með sjónskoðun.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 74.900 kr.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27