Hásalir 13, 201

Fjarlægð/Seld - Eignin var 83 daga á skrá

Verð 117,9
Stærð 151
Tegund RaðPar
Verð per fm 781
Skráð 2.2.2024
Fjarlægt 26.4.2024
Byggingarár 2001
mbl.is

"EIGNIN ER SELD MEÐ HEFÐBUNDNUM FYRIRVÖRUM"

Gimli fasteignasala kynnir: Fallegt og mjög vel staðsett raðhús á einni hæð, ofarlega í Salahverfi. Húsið er 150,9 fm að meðtöldum 26,9 fm innbyggðum bílskúr, sem er með rúmgóðu geymslulofti. Húsið er á tveimur pöllum, með aukinni lofthæð i miðrými. Á efra palli er forstofa, svefnherbergi, sjónvarpshol, baðherbergi og hjónaherbergi með fataherbergi. Á neðra palli er samliggjandi eldhús og stofa og einnig þvottahús/geymsla. Húsið er í miðju þriggja raðhúsa, sem standa innst í botnlanga og andspænis þeim er útivistarsvæði með leikvelli og göngustígum.
Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.
Bókið skoðun hjá; Kristján Gíslason, Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 691-4252 eða með tölvupósti til kristjan@gimli.is


NÁNARI LÝSING:
Forstofa: Tvöfaldur fataskápur, spegill, flísar á gólfi og úr forstofu er gengt inn í bílskúrinn, svefnherbergið og íbúðarrýmið.
Sjónvarpshol: Er á efra palli, fyrir framan forsofuna.
Baðherbergi: Sturtuklefi og baðkar, flísar á gólfi og á öllum veggjum upp í loft. Handklæðaofn, stór handklæðaskápur, vegghengt salerni og innrétting í kringum vask.
Hjónaherbergi: Parket á gólfi og fataherbergi með dökkri innréttingu.
Svefnherbergi: Skápur, parket á gólfi og á einum vegg eru bókahillur. 
Stofa: Er rúmgóð og björt með mikilli lofthæð. Úr stofu er gengt út á verönd fyrir aftan húsið. Tvær tröppur eru á milli palla, úr sjónvarpsholi niður í stofuna. 
Eldhús: Er við enda stofunnar. Dökk viðar innrétting með ljósum efri skápum. Eldhúskrókur undir glugga sem snýr út í garð. Úr eldhúsi er gengt inn í þvottahús/geymslu.
Þvottahús/geymsla: Vaskur, þvottasnúrur, hillur á vegg og flísar á gólfi. Úr þvottahúsinu er hægt er að ganga bæði inn í bílskúrinn og einnig út á timburverönd fyrir suð-vestan húsið.
Bílskúr: Hann er 26,9 fm auk rúmlega 9 fm millilofts. Epoxy á gólfi, hillur á veggjum, heitt og kalt vatn og rafmagnsopnun á bílskúrshurð. Innangengt er í bílskúrinn úr anddyri og einnig úr þvottahúsi/geymslu.
Bílaplan: Bílaplan með snjóbræðslu er fyrir framan húsið.  
Garður: Snýr í suðvestur. Næst húsinu er timbur verönd og þar fyrir framan er gras blettur og svo runnar á lóðarmörkum. Gengt er út á veröndina bæði úr stofu og úr þvottahúsi/geymslu.
Gegnheilt viðarparket, hlynur, er á öllum gólfum íbúðarrýmis nema í forstofu, baðherbergi og í þvottahúsi/geymslu, en þar eru flísar. Gólfhiti er í öllu húsinu en auk þessu eru ofnar í þvottahúsi, forstofu og stofu. Innfelld lýsing er í flestum rýmum hússins.

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnaði því 40 ára starfsafmæli á árinu 2022. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41