Aflakór 12, 203

Fjarlægð/Seld - Eignin var 1 dag á skrá

Verð 269,0
Stærð 396
Tegund Einbýli
Verð per fm 680
Skráð 27.9.2023
Fjarlægt 29.9.2023
Byggingarár 2008
mbl.is

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega glæsilegt, mjög mikið endurnýjað, bjart og vel skipulagt 395,8 fermetra einbýlishús á einstökum útsýnisstað við Aflakór í Kópavogi.
Húsið stendur á 832,0 fermetra glæsilegri lóð með mjög fallegri aðkomu með hellulögðum stéttum og bílastæðum með hitalögnum undir, steyptum veggjum og fallegum beðum með trjágróðri.
Á baklóð er skjólsæl verönd með heitum potti og útaf stofum er verönd til suðurs og vesturs auk svala til norðurs.   Fyrirhugað fasteignamat eignarinnar fyrir árið 2024 er kr. 219.600.000.-

Húsið er allt hið vandaðasta og lofthæð er allt að 3,0 metrar. Innbyggð lýsing er í loftum í stórum hluta hússins.  Gólfhitakerfi er í öllu húsinu og gólfsíðir gluggar eru í stofum.

Húsið hlaut hönnunarverðlaun Kópavogsbæjar árið 2014.  Til viðbótar við skráða stærð eignarinar er 12,0 fermetra geymsla og eignin því í raun um 410,0 fermetrar að stærð.  


Ekki verður haldið opið hús í eigninni heldur verður eignin eingöngu sýnd í einkasýningum skv. tímapöntunum.


Árið 2020 var húsið mjög mikið endurnýjað hið innra:
- Eldhúsinnrétting og eyja, sérsmíðuð frá Hegg, með mjög vönduðum Miele tækjum.
- Gestasnyrting innaf forstofu endurnýjuð á vandaðan máta
- Innihurðir allar endurnýjaðar, gereftalausar og ná upp í loft
- Gegnheilt partket allt slípað upp og litað
- Frontar á öllum fataskápum endurnýjaðir
- Sett upp hljóðloft í hluta stofu og veggur á milli stofu og eldhúss viðarklæddur.
- Fastar hillur í stofu með náttúrusteini undir
- Ný sérsmíðuð og vönduð útidyrahurð sem nær upp í loft


Lýsing eignar:
Forstofa, rúmgóð, flísalöðg og með fataskápum upp í loft.
Gestasnyrting, með glugga, flísalagt gólf og veggir, vegghengt wc, marmaravaskur með Vola tækjum og fastir speglar.
Samliggjandi stofur, stórar, bjartar og bæði parket- og flísalagðar. Gólfsíðir gluggar, einstakt útsýni, fastar hillur með náttúrugrjóti undir, útgengi á stóra hellulagða verönd til suðurs og vesturs með þakskyggni yfir og útgengi á flísalagðar svalir til norðurs.
Eldhús, opið við stofu að hluta, flísalagt og með einstaklega fallegum og vönduðum sérsmíðuðum innréttingum frá Hegg með innbyggðum tvöföldum ísskápa með frysti og innbyggðri uppþvottavél. Mjög stór eyja með náttúrusteini á borði, áfastri borðaðstöðu og helluborði með innbyggðum háfi í.

Gengið er upp 6 þrep úr stofum um steyptan og parketlagðan stiga í svefnálmu á efsta palli hússins:
Sjónvarpshol, parketlagt og rúmgott.
Barnaherbergi I, stórt, parketlagt og með fataskápum.
Barnaherbergi II, stórt, parketlagt og með fataskápum, hillum og föstu borði.
Baðherbergi, stórt og með glugga, flísalagt gólf og veggir, miklar innréttingar, mjög breitt baðkar með flísalögn í kring, handklæðaofn og flísalögð stór sturta.
Hjónaherbergi, stórt, parketlagt og með fataskápum á tveimur veggjum.
Þvottaherbergi, með glugga, mjög rúmgott með með miklum innréttingum með vinnuborði og vaski.  Stór flísalögð sturta er í þvottaherbergi.

Gengið er niður 6 þrep úr stofum um steyptan og parketlagðan stiga á neðri pall hússins:
Gangur, flísalagður og í enda gangs er útgengi á skjólæla hellulagða verönd til austurs.
Barnaherbergi III, stórt, parketlagt og með fataskápum.
Barnaherbergi IV, stórt, parketlagt og með fataskápum.
Gangur / stór forstofa með aðkomu frá innkeyrslu, flísalögð.
Fataherbergi, innaf gangi flísalagt með góðu fatahengi og skóskápum.
Geymsla, flísalögð og rúmgóð.
Tvöfaldur bílskúr, sem innangengt er í af gangi, er 52,8 fermetrar að stærð með góðum gluggum og rafmótor á hurð. Epoxy á gólfi og upp á veggi og rennandi heitt og kalt vatn.

Gengið er niður á neðsta pall hússins um steyptan og parketlagðan stiga af gangi:
Sjónvarpsstofa / fjölskyldurými, mjög stórt, parketlagt og með góðum gluggum og útgengi á hellulagða verönd með skjólveggjum og heitum potti.
Baðherbergi, með glugga, flísalagt gólf og veggir, innrétting, vegghengt wc, handklæðaofn og stór flísalögð sturta með sturtugleri.

Húsið að utan lítur mjög vel út og gluggar í húsinu eru ál/tré.  Falleg lýsing er í þakskyggni hússins og á lóð hússins.
Lóðin er virkilega falleg, fullfrágengin, viðhaldslétt og glæsileg með mjög stórri hellulagðri innkeyrslu með hitalögnum undir, auka bílastæðum á framlóð og hellulagðri stétt með hitalögnum undir. Falleg beð á framlóð með trjágróðri. Austan við húsið er hellulögð verönd og norðan við húsið er hellullögð verönd með skjólveggjum og heitum potti.  Aðkoma að húsinu er mjög góð og pláss er fyrir allt að 8 bíla á framlóðinni.

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á einstökum útsýnisstað í Kórahverfinu þaðan sem stutt er í leikskóla, skóla, íþróttamannvirki, verslun, þjónustu og falleg útivistarsvæði.

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is
 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43
Mynd 44
Mynd 45
Mynd 46