Bergstaðastræti 51, 101

Fjarlægð/Seld - Eignin var 12 daga á skrá

Verð 69,9
Stærð 92
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 761
Skráð 18.4.2024
Fjarlægt 1.5.2024
Byggingarár 1920
mbl.is

FASTEIGNASALAN TORG KYNNIR: MIKIÐ ENDURNÝJUÐ 66 FM. 3JA HERBERGJA ÍBÚÐ MEÐ SÉRINNGANGI Á JARÐHÆÐ AUK 25,8 FM BÍLSKÚRS Á FRÁBÆRUM STAÐ Í ÞINGHOLTUNUM. LAUS VIÐ KAUPSAMNING. Á síðustu mánuðum hefur verið drenað í kringum húsið, hitalögn lögð og hellulagt yfir. Í íbúðinni sjálfri voru gólf tekin upp, undirlag lagað og jafnað og vatns- og skólplagnir endurnýjaðar út að götu. Þá var lagt harðparket á stofu og svefnherbergi. Baðherbergi var endurnýjað frá grunni. Áður hafði fyrri eigandi verið búin að sameina eldhús og stofu í eitt rými, setja upp eldhúsinnréttingu á einn vegg og gaseldasvélaeyju á móti, skipt um gler í öllum gluggum og endurnýjað alla ofna.  Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna Kristín Tómasdóttir, lgfs., í síma 837-8889 eða hjá johanna@fstorg.is

NÁNARI LÝSING: Húsið er 3ja hæða timburhús með steyptum kjallara, byggt árið 1920 og hefur verið vel við haldið í gegnum tíðina.
Forstofugangur: Inngangur á  norðurhlið hússins. Gengið niður tvær tröppur í flíslagðan forstofugang. Í enda gangsins er skápur/geymsla þar sem einnig eru raf- og hitamælar hússins.  
Eldhús/stofa: Eldhús með nýlegri innréttingu í enda rýmisins og eldavélaeyju með tveimur hliðarskápum á móti. Gaseldavél. Flísar á gólfi og útgengt út á stétt. Stofan með harðparketi á gólfi.  
Svefnherbergi: Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni. Gengið er inn í minna herbergið úr gangi og þar er einfaldur fataskápur. Í stærra herbergið er innangengt úr herberginu en einnig úr baðherberginu og þar er tvöfaldur fataskápur. Harðparket á báðum herbergjum.   
Baðherbergi: Algerlega endurnýjað með sturtuklefa, upphengdu salerni, innréttingu við vask og flísum á gólfi. Tengi fyrir þvottavél. Hiti í gólfi.
Sameign: Skv. eignaskiptasamningi á þessi íbúð 26,58% af sameign sumra í húsinu (rými 302).
Bílskúr: 25,8 fm. bílskúr fylgir íbúðinni með þremur gluggum á einni hlið. Vatn og rafmagn er í bílskúrnum og ný hurð á hlið skúrssins.
Garður: Nokkuð stór og vegna framkvæmda undanfarið er hann í ólagi en verður tyrfður með vorinu.
Mikið endurnýjuð 3ja herbergja íbúð á frábærum stað í Þingholtunum. Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna Kristín Tómasdóttir, lgfs., í síma 837-8889 eða hjá johanna@fstorg.is


Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald kr.  2.700.- kr. af hverju skjali.  
3. Lántökukostnaður lánastofnunar - mismunandi eftir lánastofnunum.  
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. samningi.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25